Árið 1999 stofnuðu „gamlir“ Grundfirðingar félag sem fékk heitið Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar. Félagið setti sér metnaðarfull markmið, meðal annars að styðja við menningarstarfsemi, safna og koma á framfæri ýmsum sögulegum fróðleik.

Meðal verkefna félagsins var að safna örnefnum í Eyrarsveit, lýsingum á gömlum fiskimiðum, ýmsum sögulegum fróðleik tengdum Eyrarsveit, sem og sögum frá „yngri“ Grundfirðingum.

Eyrbyggjar gáfu út tíu bækur, sem fengu heitið „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn“, og geyma þær fjöllbreytt efni sem safnað var saman. Nokkrar af elstu bókunum eru ófáanlegar í dag. Eyrbyggjar ákváðu því að koma útgefnum bókum sínum á tölvutækt form og afhentu Grundarfjarðarbæ allar bækurnar á tölvutæku formi í lok maí 2020. 

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2000

Meðal efnis:

  • Eyrbyggja
  • Öndverðareyri
  • Þróun samgöngumála
  • Grundarfjarðarkaupstaður hinn forni
  • Þinghúsið og Brunnhúsið
  • Gamlar myndir, 1907 og 1943
  • Skruggu-Blesi, fyrsti bíllinn
  • Örnefni í Grafarlandi
  • Hagtölur
  • Fiskimið og kort
  • Annáll 1999
  • Fermingarárgangar 1935-1999

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2000

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2001

Meðal efnis:

  • Vatnslitamyndir Collingwoods frá Grundarfirði 1897
  • Örnefni og örnefnaskráning
  • Örnefni í Kirkjufelli, myndir og skýringar
  • Nokkur sögubrot úr Eyrarsveit á síðustu öld
  • Ljóð og lag um Grundarfjörð
  • Gamlar myndir
  • Nokkrar vísur frá hagyrðingum í Eyrarsveit
  • Grundarfjarðarhöfn
  • Um jarðfræði Eyrarsveitar
  • Annáll 2000
  • Fiskimið og kort
  • Manntöl Eyrarsveitar 1901, 1910, 1920 og 1930

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2001

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2002

Meðal efnis:

  • Elstu ljósmyndirnar frá Grundarfirði
  • Grundarrétt
  • Fræðslumál í Eyrarsveit
  • Mjólkursamlagið í Grundarfirði
  • Upphaf vélbátaútgerðar í Eyrarsveit
  • Borga og Dóri
  • Annáll 2001
  • Unglingur í Grundarfirði
  • Hraðfrystihús Grundarfjarðar 1940 - 1950
  • Holdsveikraspítalinn Hallbjarnareyri
  • Frakkar í Grundarfirði á 18. og 19. öldinni
  • Fiskimið og kort

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2002

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2003

Meðal efnis:

  • Edduslysið í Grundarfirði 1953
  • Gert út frá Grundarfirði. Myndun sjávarþorps á 20. öld
  • Annáll 2002
  • Unnið við örnefnamyndir
  • Gamlar myndir úr Eyrarsveit
  • Eftirminnilegir einstaklingar
  • Nokkrar þjóðsögur úr Eyrarsveit
  • Verslunin í Grundarfirði
  • Dagsbrún. Blað UMFG 1933

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2003

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2004

Meðal efnis:

  • Bæringsstofa
  • Kirkjur og prestar
  • Setbergssókn
  • Annáll 2003
  • Fermingarmyndir
  • Eyrbyggjar
  • Manntal Eyrarsveitar 1940
  • Vísur
  • Kvíabryggja
  • Jarðfræði Eyrarsveitar

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2004

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2005

Meðal efnis:

  • Fuglalíf í Melrakkaey
  • Hestamannafélagið í 30 ár
  • Manntalið 1950
  • Annáll 2004
  • Hestamennska í Eyrarsveit
  • Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri
  • Munnmælasögur úr Eyrarveit
  • Öndverðareyri
  • Ball í Þinghúsinu á Grund
  • Myndir úr safni Bærings Cecilssonar

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2005

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2006

Meðal efnis:

  • Skólahald í Eyrarsveit
  • Grundarfjarðarkirkja 40 ára
  • Flugslysið í Kolgrafafirði
  • Sveitin mín
  • Saga leikskólans
  • Horfin hús
  • Annáll 2005
  • Manntalið 1960

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2006

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2008

Meðal efnis:

  • Lionsklúbbur Grundarfjarðar 35 ára
  • Grundarfjarðarvitinn
  • Annálar 1400-1800
  • Minningar úr sveitinni
  • Síldveiðin 2007 í Grundarfirði
  • Annálar 2006 og 2007
  • Gönguleiðir
  • Ævisaga séra Jens Hjaltalín

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2008

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2009

Meðal efnis:

  • Vorið á Setbergi
  • Bernska mín og æska í Grundarfirði
  • Bjarni Sigurðsson, Berserkseyri
  • Viðtöl frá 1985 við:
    • Pétur Konráðsson
    • Halldór Finnsson
    • Soffanías Cecilsson
  • Myndir úr grunnskólanum
  • Ingi Hans og Fransmennirnir
  • Hversdagsbærinn
  • Fermingarbörn
  • Úr Eyrbyggjasögu

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2009

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2012

Meðal efnis:

  • Sildveiðar Grundfirðinga
  • Saga Kvenfélagsins Gleym mér ei
  • Fermingarbörn
  • Skákmeistaramót í Grundarfirði
  • Ragnar Haraldsson
  • Elísabet Helgadóttir
  • Vorgleðin/Sólarkaffi
  • Verkalýðsfélagið Stjarnan

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 2012

Mynd: Í Ráðhúsinu fimmtudaginn 28. maí síðastliðinn þegar Gísli Karel Halldórsson, fulltrúi Eyrbyggja, afhenti bæjarráði og bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar gögnin til að gera þau aðgengileg öllum án kostnaðar. Frá hægri: Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs, Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar, þá Gísli Karel, Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri og Sævör Þorvarðardóttir bæjarfulltrúi.