Málsnúmer 1502030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 466. fundur - 26.02.2015

Á 182. fundi bæjarstjórnar var bæjarráði falið að gera tillögu að skipan í starfshóp og skilgreina verkefni starfshópsins. Starfshópurinn skal fara yfir hvort heppilegt sé að setja á stofn forskóla leikskólabarna eða ekki. Hópurinn kanni hvernig staðið hefur verið að slíku fyrirkomulagi hjá öðrum sveitarfélögum, gerð verði könnun meðal foreldra og húsnæðismál skoðuð. Starfshópurinn geri tillögur um aðgerðir á grundvelli vinnu sinnar. Niðurstaða skal byggjast á faglegri vinnu og því hvað best sé fyrir börnin. Miðað er við að tillögur liggi fyrir í lok apríl mánaðar.

Lögð fram tillaga um að í hópnum yrðu eftirtaldir aðilar: Sveinn Elinbergsson, sem formaður, Björg Karlsdóttir, Gerður Ólína Steinþórsdóttir, Sigríður G. Arnardóttir, Guðrún Jóna Jósepsdóttir og einn fulltrúi frá leikskólaráði.
Bæjarstjóra falið að boða til fyrsta fundar.

Samþykkt samhljóða.