Tvær fyrirspurnir hafa borist frá hönnuðinum að Fellsneið 22. Breyta innkeyrslu á lóð í stað þess hafa hana hægra megin að fá leyfi til færa hana til vintri og einnig að fara með bílskúr 1 meter til vesturs út fyrir byggingarreit. Með fyrispurninni fylgir teikning og mæliblað.Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu. En leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti fara fram Grenndarkynningu samkvæmt 44.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Fellasneið 20, 24, 26 og 28.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að taka saman lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ og leggur nefndin til við bæjarstjórn að auglýsa þær síðar með afslætti á lóðargjöldum.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Skipulags-og umhverfisnefnd felur skipulags-og byggingarfulltrúa að athuga hver staða sé á stöðu mála vegna fasteigna við Fellasneið nr. 19-21, Grundargötu 20 og annara eigna í eigu Íbúðalánasjóðs
Baldur Orri Rafnsson, kt.110479-4259 sækir um fyrir hönd Bongó slf, kt.531011-1120 um endurnýjun á stöðuleyfi pylsuvagns á lóðinni sem er á gatnamótum Grundargötu/Hrannarstígs. Með umsókninni fylgir skissa sem sýnir staðsetningu. Einnig er sótt um afslátt af gjaldi fyrir stöðuleyfi þar sem stöðuleyfið nær einungis til þriggja mánaða.Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að stöðuleyfi verði gefið út samkvæmt gr.2.6.1. í byggingarreglugerð nr.112/2012. Varðandi afslátt á stöðuleyfi vísar skipulags-og umhverfisnefnd erindinu til bæjarráðs/bæjarstjórnar.Bókun fundarTil máls tóku RG og EG.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar um veitingu stöðuleyfis, sem yrði skv. gildandi gjaldskrá.
Aðalskipulag Vinna áfram með þá vinnu á endurskoðun aðalskipulags sem hófst í kjölfar fundarins sem haldin var með Alta 15. mars sl. um endurskoðun aðalskipulagsins.Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Farið yfir fyrirspurnir frá Alta.
Skotfélagið Skotgrund leggur inn til kynningar ófullgerðar teikningar vegna fyrirhugaðra framkvæmda við byggingu á nýju húsnæði fyrir skotæfingar í Hrafnkelsstaðabotni í Kolgrafafirði.Skipulags- og umhverfisnefnd - 166Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í áform Skotfélagsins og þakkar fyrir greinargóða kynningu á væntanlegri framkvæmd. Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að láta vinna deiliskipulag af svæðinu sem skotfélagið hefur til umráða.