Bæjarráð - 491Lagðar fram tillögur að þjónustugjaldskrám helstu stofnana, sem áður voru til umfjöllunar á 490. fundi bæjarráðs og gerðar hafa verið nokkrar breytingar á.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa tillögum að gjaldskrám til bæjarstjórnar. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögur að gjaldskrám eins og þær voru lagðar fram á 491. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð - 491Lagt fram erindi frá Sýslumanninum á Vesturlandi dags. 5. okt. sl., varðandi umsögn um nýtt rekstrarleyfi til reksturs veitingastaðar í flokki III að Grundargötu 59, Grundarfirði.
Bæjarráð leggur svofellda afgreiðslu til við bæjarstjórn: "Bæjarráð Grundarfjarðar gerir ekki athugasemd við umbeðið rekstrarleyfi, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila."
Málsmeðferð þessi samþykkt samhljóða. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða bókun bæjarráðs.
Bæjarráð - 491Lagt fram erindi velferðarráðuneytisins frá 19. okt. sl., þar sem óskað er eftir hugsanlegri samvinnu bæjarins við að taka við flóttafólki í Grundarfirði. Meðal annars er horft til samvinnu við Íbúðalánasjóð um nýtingu íbúða í hans eigu.
Samþykkt að ræða við ráðuneytið um þessi mál í samvinnu við félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.
Bæjarráð - 491Lagt fram bréf Fiskistofu frá 11. okt. sl. þar sem tilkynnt er um greiðslu til Grundarfjarðarhafnar, vegna innheimtu sérstaks gjalds af strandveiðibátum fyrir tímabilið 1. maí til 31. ágúst 2016.