Málsnúmer 1902049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 525. fundur - 28.02.2019

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa sat fundinn undir þessum lið. Auk hans komu inn á fundinn undir þessum lið Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og síðan Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna.

Lögð fram drög að verkefnaskrám sem unnar voru af bæjarstjóra, aðstoðarmanni skipulags- og byggingafulltrúa, umsjónarmanni fasteigna og verkstjóra áhaldahúss. Verkefnaskrárnar gefa yfirsýn yfir framkvæmdaverkefni ársins, fjárveitingar, áfangaskiptingu o.fl. Farið yfir framkvæmdaverkefni ársins skv. skránum. Jafnframt rætt um kyndingu með varmadælu fyrir skóla- og íþróttamannvirki. Sérstaklega rætt um húsnæði að Grundargötu 31.

Bæjarráð leggur til að leitað verði tilboða í fleiri verk í einu lagi.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 526. fundur - 27.03.2019

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

Davíð sagði frá því að foktjón hefði orðið á þaki verknámshúss sl. mánudag, 25. mars sl. og sýndi myndir af því. Tjónið hefur verið tilkynnt til tryggingarfélags bæjarins. Skemmdir og áætlun um viðgerðir verður metin þegar færi gefst.


Bæjarráð - 528. fundur - 04.04.2019

Davíð Örn Jónsson aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir bæjarráð eru lagðar nokkrar ákvarðanir sem snerta verklegar framkvæmdir á árinu, skv. fyrirliggjandi fylgiskjölum.

A. Klæðning á suðurhlið elsta hluta grunnskólahúss, sem snýr út í sundlaugargarð.
Fyrir lágu hugmyndir um nokkrar tegundir klæðningar og var farið yfir mismunandi kosti. Samþykkt að velja álklæðningu og var Davíð falið að afla frekari upplýsinga um liti og samsetningu. Gert er ráð fyrir því að val á klæðningu á þennan vegg verði síðan ráðandi fyrir frekari klæðningu á útveggjum skólans á næstu árum.

B. Gluggar á suðurhlið íþróttahúss
Fyrir lá tillaga um að loka gluggum á suðurhlið íþróttahússins. Gluggarnir leka og skapa vandamál. Rými innanhúss eru með góða lýsingu og því ekki talin þörf á að halda í gluggana. Rætt um að málning á suðurhliðinni muni hins fela í sér uppbrot á þessum fleti.
Samþykkt tillaga um lokun glugga á suðurhlið íþróttahúss, efri og neðri.

C. Verðkannanir á verklegum framkvæmdum
Rætt um fyrirkomulag á verðkönnunum sem eru í undirbúningi fyrir verklegar framkvæmdir bæjarins á árinu.


Bæjarráð - 530. fundur - 30.04.2019

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir verklegar framkvæmdir, fyrirhuguð útboð og frágang á lóðum við Fellabrekku. Jafnframt rætt um umsóknir um styrki úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

Bæjarráð - 531. fundur - 23.05.2019


Umræður um stöðu verklegra framkvæmda.

Kirkjufellsfoss, bílastæði - framkvæmd. Bæjarstjóri fór yfir stöðu verksins. Aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa hefur hætt störfum. Skipaður verður annar eftirlitsmaður með verkinu.

Rætt um framkvæmd við yfirlögn á nýju götunni milli Sólvalla og Nesvegar, og framkvæmd útboðs á því verki.

Farið yfir framkvæmdaverkefni tengd fasteignum. Vísað er til bókunar bæjarráðs á fundi sínum í febrúar þar sem fyrirhugað var að fara í stærri útboð verkefna. Vegna stöðu starfsmannamála bæjarins hefur utanumhald um framkvæmdir ársins verið endurskoðað og unnið að breyttri forgangsröðun og fyrirkomulagi verkefna í sumar og haust.

Rætt að öðru leyti um starfsmannamál og mönnun verkefna sumarsins.

Bæjarstjóri sagði frá viðræðum milli fulltrúa sveitarfélaganna á Snæfellsnesi um aukna samvinnu í skipulags- og byggingamálum á Snæfellsnesi, sbr. bókun Byggðasamlags Snæfellinga á aðalfundi þann 8. apríl sl.

Bæjarráð - 532. fundur - 27.06.2019

Bæjarstjóri kynnti ítarlega stöðu verklegra framkvæmda, einkum sem snúa að grunnskóla, leikskóla og samkomuhúsi, auk ýmissa umhverfisverkefna.

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Bæjarstjóri kynnti stöðu verklegra framkvæmda sumarsins. Jafnframt rætt um starfsmannamál.

Bæjarráð - 534. fundur - 08.08.2019

Farið yfir helstu framkvæmdir og þær skoðaðar eftir fundinn. Farið í grunnskóla og leikskóla. Einnig farið á vettvang í iðnaðarhverfið við Ártún/Hjallatún, en þar stendur til að malbika, auk þess sem farið hefur verið í hreinsun á yfirráðasvæði bæjarsins þar og verið er að ræða við lóðahafa um bættan frágang á lóðum.

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Farið yfir stöðu framkvæmda og lagt fram yfirlit yfir eignfærðar framkvæmdir.

Bæjarráð - 537. fundur - 22.10.2019

Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019

Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda 2019.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda.

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

Forseti lagði til að þessum dagskrárlið verði frestað til næsta fundar vegna breytinga á dagskrá sem lengja fundinn.