Málsnúmer 1903002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

  • .1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Rætt um ýmis verkefni nefndarinnar.

    Björg kynnti hugmynd sem Sævar Pálsson setti fram í erindi til hennar. Þar kynnti hann fordæmi úr öðru sveitarfélagi um tillöguvettvang sem gerir íbúum kleift að koma með tillögur að tómstundastarfi, útivistarstöðum, útivistarupplifun og menningarupplifun. Hugmyndir rata svo margar hverjar til raunverulegra framkvæmda.
    Nefndin ræddi erindið og færir Sævari bestu þakkir fyrir. Nefndin mun útfæra þetta í starfi sínu. Til umræðu síðar.

    Rætt um Þríhyrninginn.
    Nefndin vísar í fyrri umræðu og bókanir sínar um Þríhyrninginn. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir uppbyggingu í Þríhyrningi, þannig að framkvæmdir geti hafist vorið 2020 á þeim grunni. Íbúum verði boðið að taka þátt í að móta hugmynd um fyrirkomulag svæðisins. Horft verði til eldri hugmynda um notkun Þríhyrningsins og þær nýttar eftir því sem við á. Nefndin minnir einnig á hugmynd í vinnslutillögu aðalskipulags um útikennslustofu í Þríhyrningi og leggur áherslu á að af þeim áformum verði.

    Bókun fundar Allir tóku til máls.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um að á komandi vetri fari fram undirbúningur fyrir frekari uppbyggingu í Þríhyrningi og felur íþrótta- og æskulýðsnefnd að leggja fram hugmynd um hvernig megi útfæra nánar þá vinnu.


  • .2 1905031 Heilsuvika 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Nefndin fór yfir hugmyndir fyrir dagskrá heilsuviku sem verður í næstu viku. Dagskrá verður einföld og miðar að því að hafa eitthvað fyrir alla: fjölskylduvæna dagskrá.

    UMFG og Grundarfjarðarbær standa að vinnudegi á íþróttavelli á Uppstigningardag, 30. maí nk. og verður það hluti af dagskránni.

  • .3 1903011 Vinnuskóli 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Gögn lögð fram til kynningar.
    Vinnuskóli verður í 6 vikur sumarið 2019, vinnutími 6 tímar virka daga, en 5 tímar á föstudögum. Bæjarstjórn samþykkti að heimila 7. bekk að sækja vinnuskólann í 3 vikur sumarið 2019. Helga Sjöfn Ólafsdóttir verður umsjónarmaður vinnuskólans.


  • .4 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
    Gréta Sigurðardóttir sat fundinn undir þessum lið, en hún mun sjá um sumarnámskeið fyrir börn í júní og ágúst. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Farið var yfir fyrirkomulag sumarnámskeiðs fyrir börn sem fyrirhugað er í júní og ágúst. Gréta sagði frá undirbúningi námskeiðanna. Hún hefur rætt við fulltrúa UMFG um samræmingu íþróttaæfinga við námskeiðin. Rætt um möguleika til samstarfs við félagasamtök í bænum um aðkomu að námskeiðunum.

    Bókun fundar Til máls tóku UÞS, BÁ og JÓK.

    Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með undirbúning og framkvæmd sumarnámskeiða og vinnuskóla og þakkar þeim sem að koma.


  • .5 1803012 Heilsuefling fyrir íbúa 60
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Bæjarstjóri fór yfir reynsluna af heilsueflingu 60 sem starfað hefur frá því í lok janúar sl. í samstarfi Félags eldri borgara og bæjarins, með stuðningi RKÍ-deildarinnar. Mikil ánægja hefur verið með þetta starf og stefnt er að því að það haldi áfram nk. haust.

    Nefndin lýsir ánægju sinni með verkefnið og tekur heilshugar undir að það haldi áfram á komandi vetri.


    Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni og lýsir ánægju með verkefnið um heilsueflinguna og það samstarf sem þar liggur að baki.


  • .6 1905021 Mennta- og menningarmálaráðun. - Stefnumótun í íþróttamálum
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 90 Bæklingur með stefnu ráðuneytisins lagður fram til kynningar.