Málsnúmer 1906002F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

  • Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhús, steypa stétt og gera nýja girðingu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið og HK sá um stjórn hans.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi til að loka gluggum á atvinnuhúsnæði, breyta gluggum og fjarlægja kantstein framan við hús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Óskað er eftir leyfi til þess að styrkja skjólvegg með sperrum. Einnig á að setja bárujárn að ofan til þess að framkvæmd falli betur að húsi. Fyrir liggur samþykki nágranna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.



    Hér yfirgaf Signý Gunnarsdóttir fundinn og Helena María Jónsdóttir tók sæti í hennar stað.


    Bókun fundar RG stýrði þessum lið.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um leyfi til að byggja skýli (veggir á tvo vegu) fyrir fiskiskör norðan við nýtt fiskvinnsluhús, út við nýju götuna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið og HK sá um stjórn hans.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
  • Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga utan og innan húss að Nesvegi 19. Það er að setja upp 48 m2 milliloft og glugga á efri hæð þar sem á að vera kaffistofa og geymsluloft. Á neðri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu og salernisaðstöðu.
    Einnig er sótt um leyfi til þess að setja innkeyrsluhurð að framanverðu, setja upp varmadælur og steypa vegg á lóðarmörkum Nesvegar 19 og 21.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsins á leikskólanum Sólvöllum.
    Sótt er um leyfi til þess að setja upp pall, laga jarðveg og staðsetja nýjan geymsluskúr á leikskólalóðinni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsind á húsi grunnskólans og íþróttahúss.
    Sótt er um leyfi til þess að laga þakkant, breyta og endurnýja glugga á ýmsum stöðum ásamt breytingu á múrklæðningu.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .8 1902007 Fellabrekka 7-21
    Endurbætt lóðarblöð að Fellabrekku lögð fram til kynningar. Málið er í vinnslu í samvinnu við íbúa götunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að málinu en kallar eftir frekari útfærslu ásamt kostnaði á frágangi ofanvert við lóðirnar, þ.e. í Fellasneið.
  • Fyrirspurn um byggingarleyfi vegna byggingar sumarhúss í landi Mýrarhúsa.

    Mýrarhús er deiliskipulagt sem frístundarbyggð í samræmi við núgildandi Aðalskipulag. Umræddur byggingarreitur er ekki skilgreindur á núgildandi deiliskipulagi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að breyta þurfi núgildandi deiliskipulagi.
  • Beiðni um hraðalækkun við golfvöll í Suður-Bár. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir hraðalækkun í samræmi við framkomna ábendingu.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna og óskar eftir því við Vegagerðina að leyfður umferðarhraði verði lækkaður í 70 km./klst. á Framsveitarvegi, frá ferðaþjónustunni, Setbergi að golfvelli.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

    Samþykkt samhljóða.
  • Fyrirspurn vegna byggingar smáhýsis á lóð. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna málið betur í ljósi upplýsinga sem fram komu á fundinum.
  • Sótt er um stöðuleyfi fyrir matvagn á lóð Bjargarsteins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Menningarnefnd hefur eftir fund sinn þann 4. júlí sl. óskað eftir því við nefndina að tekið verði frá svæði í Torfabót fyrir útilistaverk ofl. eftir umræðu um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari hugmyndum um útfærslu fyrir svæðið og vill í framhaldi koma á fundi með listamanninum.
    Bókun fundar Bæjarráð tekur vel í hugmyndir Listons um svæði fyrir listaverk, en leggur áherslu á að svæðið sé skipulagt og snyrtilegt.
  • Óskað er eftir áliti nefndar um uppsetningu listaverks í landi Vindáss. Meðfylgjandi er uppkast af fyrihuguðu listaverki. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið enda er fyrirhugað listaverk gert í samráði við landeiganda.
  • Afgreiðsla til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Lagt fram.
    Bókun fundar Bæjarráð óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd skoði ákvæði í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi um lendingarstað fyrir þyrlur í þéttbýli.

  • .16 1905027 Umhverfisrölt 2019
    Fyrir liggur samantekt um umhverfisrölt 2019, sbr. einnig 2018.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Lagt fram til umræðu síðar.