Málsnúmer 2011047

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020


Lagt fram til kynningar bréf Breiðafjarðarnefndar, dags. 23. nóvember sl., ásamt samantekt og niðurstöðum Breiðafjarðarnefndar eftir upplýsingaöflun og samráð um framtíð Breiðafjarðar. Í bréfinu er óskað umsagnar bæjarins á gögnum Breiðafjarðarnefndar.

Fyrirhugaður er samráðsfundur með bæjarfulltrúum og nefndinni, 30. nóvember nk. Gögnin verða tekin til umsagnar eftir það.

Til máls tóku JÓK og UÞS.

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar tekur undir það að tímabært sé að lög um vernd Breiðafjarðar, nr. 54/1995, verði endurskoðuð. Bæjarstjórn leggur áherslu á að endurskoðun á lögunum fari fram í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila við Breiðafjörð.

Hvað aðrar tillögur Breiðafjarðarnefndar varðar, getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæða umsögn að svo stöddu, þar sem of mörgum spurningum er enn ósvarað. Breiðafjörður er einstök heild, með fjölbreytt og auðugt náttúrufar. Auðlindir svæðisins eru einstakar. Þær eru undirstaða menningar og mannlífs við Breiðafjörð. Því er mikilvægt að hverjar þær tillögur sem teknar verða til skoðunar séu unnar í samráði við sveitarfélög og hagsmunaaðila við Breiðafjörð.

Samþykkt samhljóða.