Málsnúmer 2011052

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Lögð fram undirbúningsgögn og drög að skýrslu HLH ehf., sem unnið er að fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp.

Lagt til að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að undirbúningi. Skýrsla HLH ehf. verði lögð fyrir bæjarráð/bæjarstjórn þegar hún verður fullbúin.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Lagt fram minnisblað HLH ráðgjafar varðandi stöðu á viðræðum um samstarf fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi um verkefni skipulags- og byggingarfulltúa. Bæjarstjóri fór stuttlega yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni. Tillaga um samstarfssamning er í smíðum, en þar mun koma fram fyrirkomulag samstarfs, kostnaðarskipting, stjórnskipuleg staða starfsmanna o.fl.

Stefnt er að sameiginlegum fundi fulltrúa sveitarfélaganna fjögurra í febrúar til að fara yfir tillögu um fyrirkomulag hins sameiginlega embættis, til undirbúnings afgreiðslu í sveitarstjórnunum sjálfum.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021

Lögð fram drög að samstarfssamningi Grundarfjarðarbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps, Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar um sameiginlegt embætti skipulags- og byggingafulltrúa. Ekki er gert ráð fyrir að stofna sérstakt byggðasamlag um starfsemina, heldur gert ráð fyrir að starfsmenn verði ráðnir beint, hjá Grundarfjarðarbæ og Stykkishólmsbæ.

Skipulagsfulltrúi og byggingarfulltrúi fari ennfremur með yfirstjórn verklegra framkvæmda/eignaumsjónar hjá sveitarfélögunum, eins og falist hefur síðustu árin í starfi skipulags- og byggingarfulltrúa þeirra.

Gert er ráð fyrir að starfsmenn hafi fasta viðveru á bæjarskrifstofum í Grundarfirði og Stykkishólmi og viðveru eftir nánara samkomulagi, mögulega fasta, í hinum sveitarfélögunum tveimur.

Áfram verði hvert sveitarfélag með sína skipulagsnefnd/byggingarnefnd, en að gjaldskrár byggingarmála og tengdrar þjónustu verði samræmdar og verði eins hjá sveitarfélögunum fjórum.

Gert er ráð fyrir þremur stöðugildum alls, þ.e. byggingarfulltrúa, sem jafnframt verði sviðsstjóri, skipulagsfulltrúa og tveimur 50% stöðugildum aðstoðarmanna.

Unnið hefur verið að undirbúningi og samningsdrög útbúin, með aðstoð rekstrarráðgjafa og lögmanns. Mánudaginn 15. febrúar sl. var haldinn fjarfundur til kynningar á samningsdrögunum fyrir fulltrúum þessara sveitarfélaga.

Stefnt er að því að auglýsa starf sviðsstjóra/byggingarfulltrúa í byrjun marsmánaðar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og að störfin verði auglýst.

Bæjarráð - 569. fundur - 22.06.2021


Bæjarstjóri sagði samstarfi sínu, oddvita Helgafellssveitar, oddvita Eyja- og Miklaholtshrepps og bæjarstjóra Stykkishólmsbæjar vegna ráðningarferlis skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna um þessi störf.

26 umsóknir bárust um störfin tvö og níu umsækjendur voru teknir í viðtal. Bæjarstjóri fór yfir ráðningarferlið og kynnti niðurstöður hæfnimats.

Bæjarstjóra falið að ljúka frágangi málsins í samræmi við lið nr. 4 á dagskrá þessa fundar, sbr. samstarfssamning sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 606. fundur - 28.06.2023

Í febrúar 2021 samþykkti bæjarráð/bæjarstjórn samningsþátttöku í stofnun sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa (umhverfis- og skipulagssvið) fyrir fjögur (nú þrjú) sveitarfélög á Snæfellsnesi, með Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, nú Sveitarfélagið Stykkishólmur, og Eyja- og Miklaholtshreppi.

Fyrir liggur nú úttekt HLH Ráðgjafar, maí 2023; greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs og tillögur um starfsemi og stjórnun sviðsins, samræmingu milli sveitarfélaga og fleira.

Ennfremur liggur fyrir bréf sviðsstjóra (12. júní 2023) með tillögum um fyrirkomulag á sviðinu og stöðugildi, yfirlit yfir verkefni sviðsins (maí 2023) og áður fram komið bréf/yfirlit sviðsstjóra um stöðugildi, með samanburði við annað sveitarfélag (nóvember 2022).
Bæjarráð telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi hins nýja sviðs, í samræmi við þau áform um uppbyggingu sem staðfest voru með samstarfssamningi sveitarfélaganna 2021.

Nýta þurfi til frekari umbóta þá reynslu sem komin er á starfsemi sviðsins og á samstarf sveitarfélaganna, í anda þeirra tillagna sem fyrir liggja.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar gerði í fjárhagsáætlun ársins 2023 ráð fyrir auknum framlögum til uppbyggingar og þróunar sviðsins, samanber ósk sviðsstjóra sem þá lá fyrir.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að því með fulltrúum samstarfssveitarfélaganna og sviðsstjóra að byggja upp starfsemi sviðsins og þá mikilvægu málaflokka og verkefni sem undir það heyra.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 607. fundur - 19.07.2023

Farið var yfir stöðuna á samstarfsverkefni Grundarfjarðarbæjar, Sveitarfélagsins Stykkishólms og Eyja- og Miklaholtshrepps um umhverfis- og skipulagssvið, sbr. samning frá 2021.



Þann 30. júní sl. fóru bæjarstjóri og bæjarfulltrúarnir Bjarni og Signý til fundar í Stykkishólmi með fulltrúum samstarfssveitarfélaganna, til viðræðna um samstarfið og mögulegar breytingar á því.



Rætt um stöðuna.

Bæjarráð ítrekar bókun sína frá síðasta bæjarráðsfundi og telur mikilvægt að styðja vel við þróun og starfsemi sviðsins, í samræmi við samstarfssamning sveitarfélaganna 2021.

Bæjarráð dró upp fimm mögulega valkosti til útfærslu um samstarf sveitarfélaga á þessu sviði. Bæjarstjóra falið að vinna áfram í málinu, í samræmi við umræður fundarins.

Bæjarráð - 610. fundur - 28.09.2023

Lögð fram bréfaskipti við samstarfssveitarfélögin, Sveitarfélagið Stykkishólm og Eyja- og Miklaholtshrepp, um sameiginlegt svið og embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.



Einnig lagður fram tölvupóstur frá Kristínu Þorleifsdóttur, skipulagsfulltrúa, um starf sitt í ljósi breytinga á samstarfi sveitarfélaganna. Þar kemur fram að hún hefur tekið boði Sveitarfélagsins Stykkishólms um starf fyrir sveitarfélagið.

Bæjarstjóri upplýsti að samstarfssveitarfélögin hefðu rætt um að stefna að óbreyttri starfsemi út árið, þó með þeirri breytingu að KÞ verði starfsmaður Sveitarfélagsins Stykkishólms en vinni fyrir Grundarfjarðarbæ í sama hlutfalli og verið hefur.

Ennfremur lagðar fram starfsreglur bæjarstjórnar við ráðningar starfsfólks frá 2021. Í 2. grein kemur fram að sveitarfélagið ráði skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa í samræmi við samstarfssamning við nágrannasveitarfélögin.

Í ljósi framangreinds felur bæjarráð bæjarstjóra að undirbúa og auglýsa starf skipulagsfulltrúa.

Bæjarráð leggur jafnframt til að bæjarstjórn geri breytingu á síðari hluta 2. greinar í starfsreglum um ráðningar, í takt við framangreindar boðaðar breytingar á samstarfssamningi sveitarfélaganna.

Samþykkt samhljóða.