Málsnúmer 2102026

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 567. fundur - 29.04.2021

Hildur Sæmundsdóttir, fulltrúi Fellaskjóls sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur beiðni frá stjórn Fellaskjóls um nákvæma útsetningu lóðarinnar við Hrannarstíg 20. Einnig um að lóðarmörkum verði breytt að sunnanverðu, frá því sem fram kemur í deiliskipulagi Ölkeldudals.

Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur að ósk bæjarstjóra látið mæla lóðina upp og liggja þær mælingar fyrir, en fullgert lóðablað mun berast næstu daga. Þá verður fulltrúi Fellaskjóls boðaður til samtals og frágangs lóðarblaðs.

Hildi var þakkað fyrir komuna á fundinn.

Gestir

  • Hildur Sæmundsdóttir formaður stjórnar Fellaskjóls