Málsnúmer 2211009

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 596. fundur - 09.11.2022

Lagður fram tölvupóstur N4 dags. 2. nóvember sl. með beiðni um þátttökugjald Grundarfjarðarbæjar vegna þáttagerðar "Að vestan 2023." Sveitarfélög á Vesturlandi hafa tekið þátt í kostun þáttanna og Grundarfjarðarbær síðan 2016.

Í tilboði N4 er gert ráð fyrir allnokkurri hækkun gjalds. Bæjarráð tekur jákvætt í að vera með á árinu 2023, en felur bæjarstjóra að kanna með fjárhæð gjaldsins og um aðra þjónustu samhliða, sbr. umræður undir dagskrárlið 1.