Málsnúmer 2211016

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 250. fundur - 26.06.2023

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri sat fundinn að hluta til undir lið nr. 4.
Sótt er um að breyta hluta eldra atvinnuhúsnæðis við Nesveg 21 (mhl. 020101) í gistiheimili. Húsnæðinu verður skipt upp í þrjár einingar. Hvert gistirými verður sér brunahólf með sér salernisaðstöðu. Inngangar verða að austan- og norðanverðu.

Í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er lóðin á svæði sem skilgreint er sem athafnasvæði (AT-1). Á svæðinu er í dag ýmiskonar starfsemi, þ.m.t. ferðaþjónusta og gisting. Í almennum skilmálum fyrir svæðið segir m.a. að vegna legu svæðisins í beinu framhaldi af miðbæ og vegna staðsetningar þess við ströndina með frábæru útsýni yfir fjörðinn og á Kirkjufellið, sé það tilvalið fyrir frekari uppbyggingu í ferðaþjónustu.

Þar segir einnig að á svæðinu sé gert ráð fyrir ýmiskonar atvinnustarfsemi sem falli undir landnotkunarflokkinn athafnasvæði en einnig er ýmiskonar ferðaþjónusta heimil á svæðinu í samræmi við áherslur undir „Markmið og leiðir“. Fram kemur að nánari útfærsla blöndunar og byggðarmynsturs verði ákveðin í deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytta notkun úr atvinnuhúsnæði í gistiheimili. Nefndin telur að umrædd breyting samræmist áformum í núgildandi aðalskipulagi, breytingartillögu aðalskipulags sem nú er í auglýsingaferli og deiliskipulagi því sem í vinnslu er. Þar sem ekki liggur fyrir deiliskipulag, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóarhöfum Sólvalla 8, 10 og 16 og Nesvegar 14 og 19. Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að athugasemdir berist ekki, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br.