Málsnúmer 2211035

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 265. fundur - 24.11.2022

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar og fyrirmynd innviðaráðuneytisins varðandi stefnu um þjónustustig, sem nú eru í smíðum hjá Byggðastofnun.

Um er að ræða fyrirmynd varðandi það hvernig sveitarfélög geti útfært stefnu um þjónustustig til byggðarlaga utan stærstu byggðarkjarna viðkomandi sveitarfélags. Tilefnið er nýtt ákvæði í sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, sem kveður á um að "sveitarstjórn skuli móta stefnu sem sveitarfélagið hyggst halda uppi í byggðum og byggðarlögum fjarri stærstu byggðarkjörnum." Norðurþing er tilraunasveitarfélag í verkefninu en gert er ráð fyrir að því ljúki 1. desember nk.