Málsnúmer 2301008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 599. fundur - 10.01.2023

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi, sat hluta af umræðu undir þessum lið.

Ræddar helstu áherslur í atvinnuráðgjöf og markaðsmálum bæjarins og hvernig standa á að kynningar- og markaðsmálum á næstu mánuðum, sbr. umræðu í bæjarstjórn í lok sl. árs.

Rætt um að þjónusta atvinnuráðgjafa SSV verði kynnt betur fyrirtækjum og frumkvöðlum í Grundarfirði og hvernig hagfelldast sé að viðveru þeirra í Grundarfirði sé háttað. Einnig rætt um átaksverkefni í markaðsmálum og hvernig stuðla megi að aðkomu þjónustuaðila í bænum. Bæjarstjóri hefur átt samtal við framkvæmdastjóra SSV um þetta og verður því samtali framhaldið.

Í þessum mánuði er stefnt að því að tilbúið verði kynningarmyndband sem Tómas Freyr Kristjánsson hefur unnið fyrir bæinn, undir forystu íþrótta- og tómstundanefndar og íþróttafulltrúa, um íþróttir og tómstundir í bænum. Ólafur, íþrótta- og tómstundafulltrúi sýndi myndbandið.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 11:50

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Lögð fram ýmis gögn varðandi markaðs- og kynningarmál.

a) Farið yfir hugmynd að spurningakönnun SSV í atvinnulífi, sbr. póst framkvæmdastjóra.

b) Farið yfir tillögu að verkefnisáætlun Áfanga- og markaðsstofu Vesturlands (ÁMS) um vinnu með hagsmunaaðilum vegna mótttöku skemmtiferðaskipa og skipafarþega á Snæfellsnesi.

Bæjarráð tekur fyrir sitt leyti vel í framlagða verkefnistillögu, en það er í höndum hafnarstjóra og bæjarstjóra að rýna hana nánar og vinna úr henni, með ÁMS.

c) Rætt um kynningarmyndband sem unnið hefur verið fyrir íþrótta- og tómstundanefnd og Grundarfjarðarbæ, um íþróttastarf, tómstundir og fleira í Grundarfirði. Ætlunin er að ræða þetta síðar í dag, í nefndinni.

d) Lagðar fram teiknaðar stemnings-/kynningarmyndir til að nota í markaðsstarfi, kynningum, auglýsingum og glærum.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með framangreind verkefni, sem eru áfram til vinnslu.

Bæjarráð - 602. fundur - 28.03.2023

Rætt um skemmtiferðaskipaverkefnið en fundur með hagsmunaaðilum verður haldinn síðar í dag, 28. mars. Í framhaldi af því samtali verður tekin frekari ákvörðun um þjónustu og samstarf.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 607. fundur - 19.07.2023





Bæjarstjóri sagði frá því að myndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði sé komið í loftið. Íþrótta- og tómstundanefnd, núverandi og sú síðasta, ásamt íþrótta- og tómstundafulltrúa, létu vinna myndbandið, en það er Tómas Freyr Kristjánsson sem það vann.
Sjá hér: https://www.youtube.com/watch?v=LAoqpct1ENQ&t=10s

Ennfremur hefur Stöð 2, í samvinnu við GVG - Golfklúbbinn Vestarr Grundarfirði, tekið upp þátt um golf í Grundarfirði, sem sýna á fljótlega á Stöð 2. Tekið var upp efni um Grundarfjörð í leiðinni.