Málsnúmer 2301021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 600. fundur - 01.02.2023

Lögð fram gögn um helstu samskipti sem átt hafa sér stað varðandi löggæslumál, þjónustu og aðstöðu í Grundarfirði. Farið yfir málið, en bæjarstjórn ræddi það á fundi sínum í janúar sl.

Lagt fram svar frá FSRE, Framkvæmdasýslu-Ríkiseignum, við fyrirspurn bæjarstjóra. Bæjarstjóri hefur ennfremur átt samtöl við lögreglustjóra um þjónustu og aðstöðu.

Bæjarráð veltir þeirri hugmynd upp til skoðunar, hvort skynsamlegt gæti verið að hafa sameiginlega miðstöð slökkviliðs, björgunarsveitar/slysavarnafélags, lögreglu og almannavarna.

Bæjarstjórn - 269. fundur - 09.02.2023

Lögð fram löggæsluáætlun dómsmálaráðuneytisins fyrir árin 2019-2023.

Bæjarstjóri sagði frá samtali sínu við lögreglustjóra Vesturlands og við dómsmálaráðherra í gær, 8. febrúar. Í skoðun.