Málsnúmer 2305039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 605. fundur - 26.05.2023

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar-mars 2023, ásamt málaflokkayfirliti. Skv. yfirlitinu er rekstrarniðurstaða fyrstu þriggja mánaða ársins 2,3 millj. kr. umfram áætlun tímabilsins (neikvæð niðurstaða). Ástæða frávikanna er fyrst og fremst aukin fjármagnsgjöld vegna hækkunar vísitölu neysluverðs. Flestir málaflokkar eru undir eða á pari við áætlun, en fjármagnskostnaður er talsvert yfir áætlun.

Bæjarráð - 609. fundur - 06.09.2023

Lagt fram sex mánaða uppgjör fyrir tímabilið janúar-júní 2023.

Skv. yfirlitinu eru fjármagnsgjöld hærri en áætlun, sem er í takt við hækkun á vísitölu neysluverðs. Á móti eru tekjur hærri en áætlun gerði ráð fyrir. Í heildina er rekstur á pari við áætlun fyrstu sex mánuði ársins.