Málsnúmer 2311003

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Lagt fram til kynningar bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga (EFS), dags. 13. október sl., varðandi ársreikning 2022. Í bréfinu er gerð athugasemd við það að rekstrarniðurstaða A-hluta sé 2% undir viðmiði árið 2022. Öll önnur viðmið EFS eru innan marka.



Þess má geta að til ársins 2026 eru viðmið fjármálareglna sveitarstjórnarlaga "aftengd" sbr. lagabreytingu vegna áhrifa Covid-19.