Málsnúmer 2402017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 617. fundur - 28.02.2024

Lögð fram beiðni Golfklúbbsins Vestarrs (GVG) dags. 22. febrúar sl. um viðræður við bæjarráð/bæjarstjórn auk fleiri gagna.



Jafnframt lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundum golfklúbbsins og landeiganda, frá fundum 11. október 2023 og 30. janúar sl.



Einnig lagt fram erindi frá Gunnari Kristjánssyni varðandi málefni golfklúbbsins.

Ólafur Ólafsson kom inn á fundinn undir þessum lið.

Lögð fram tillaga um fund með stjórn golfklúbbsins í næstu viku. Skipaðir verða fulltrúar bæjarstjórnar til viðræðnanna fyrir vikulok.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 11:05

Bæjarstjórn - 286. fundur - 28.05.2024

Lögð fram tillaga starfshóps sem fékk það hlutverk að ræða við stjórn Golfklúbbsins Vestarr (GVG), vegna kaupa á golfvelli og fjármögnun.



Í tillögunni er lagt til að Grundarfjarðarbær styrki golfklúbbinn um 8 millj. kr. árið 2024 og síðan um 5 millj. kr. á ári í átta ár, þ.e. árin 2025-2032. Samkomulag verði gert með samstarfssamningi bæjarins og GVG, þar sem einnig komi fram samkomulag um eflingu barna- og ungmennastarfs á vegum GVG. Samkomulagið yrði bundið við vísitölu neysluverðs.



Forsendur fyrir útgreiðslu fjárstyrkja hvers árs er að fjárhagsáætlun félagsins fyrir hvert ár verði samþykkt af Grundarfjarðarbæ til þess að rekstrarhæfi félagsins sé tryggt. Jafnframt leggi golfklúbburinn fram áætlun og staðfestingu á því hvernig kaup golfklúbbsins á golfvellinum að Suður-Bár verði fjármögnuð að öðru leyti.

Bæjarstjórn samþykkir að veita 8 millj. kr. styrk til Golfklúbbsins Vestarr á árinu 2024 og 5 millj. kr. styrk árlega næstu átta ár, með fyrirvara um að ritað verði undir samstarfssamning milli bæjarfélagsins og golfklúbbsins með þeim forsendum sem fram koma í inngangi. Samstarfssamning skal leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Samþykkt samhljóða.