Málsnúmer 2402029

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 5. fundur - 29.02.2024

Eigendur að innri Látravík sækja um byggingarleyfi / heimild fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi samkvæmt uppdráttum frá W7.
Þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið vísar byggingarfulltrúi erindinu til skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Sótt er um byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir ca. 30 m2 viðbyggingu við íbúðarhús að Innri Látravík, skv. framlagðri teikningu.



Á 5. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 29. febrúar 2024 vísaði byggingarfulltrúi erindinu til afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar þar sem ekki er til deiliskipulag fyrir svæðið.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðbygging við íbúðarhús sem fyrir er á staðnum hafi ekki grenndaráhrif á aðra/aðliggjandi eignir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 7. fundur - 26.04.2024

Á 5.afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn frá eigendum að innri Látravík fyrir ca 30m2 viðbyggingu á einbýlishúsi. Þar sem ekki var til deiliskipulag fyrir svæðið vísaði byggingarfulltrúi umsókninni til afgreiðslu hjá skipulags- og umhverfisnefnd.



Á 257.fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðbygging við íbúðarhús sem fyrir er á staðnum hafi ekki grenndaráhrif á aðra/aðliggjandi eignir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.



Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á 284.fundi sínum.

Byggingaráform eru samþykkt.
Byggingarheimild verður gefin út að uppfylltum skilyrðum 2.3.8.gr í byggingarreglugerð nr 112/2012 með áorðnum breytingum.