Málsnúmer 2403025

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 257. fundur - 21.03.2024

Húsefni ehf. sækir um lóðir við Fellabrekku 7, 9, 11 og 13 fyrir byggingu íbúðarhúsnæðis. Hugmyndir umsækjanda eru að byggja átta íbúðir en nánari hugmyndir eru í vinnslu.



Lóðirnar eru á ódeiliskipulögðu svæði sem í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er skilgreint sem íbúðarsvæði (ÍB-3). Í skipulagsskilmálum fyrir ÍB-3 segir að heimild sé til að auka byggingarmagn á óbyggðum lóðum þar sem það þyki henta, t.d. með því að leyfa aukaíbúðir þar sem stórar einbýlishúsalóðir eru, og sérákvæði er um Fellabrekku 7-9.



Lagt fram minnisblað Alta dags. 21.03.2024 um skipulag á svæðinu m.t.t. fram kominnar umsóknar.



Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðunum við Fellabrekku 7-13, til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða, með vísan í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, að gera eftirfarandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039:

Eftirfarandi skipulagsákvæði fyrir íbúðarsvæði ÍB-3 breytist úr:

„Fellabrekka 7-9: Heimild er til að byggja allt að 3ja íbúða hús á lóðunum sameiginlega, eða parhús og einbýli á lóðunum tveimur.“
í:
„Fellabrekka 7-13: Heimilt er að byggja allt að 8 íbúðum samtals, á 2 hæðum í fjölbýli eða sérbýli.

Önnur ákvæði íbúðarreitsins haldast óbreytt.

Breytingin telst óveruleg með eftirfarandi rökum:
- Ekki er um breytingu á landnotkun að ræða.
- Áformað byggingarmagn og hæð húsa er í samræmi við aðliggjandi byggðarmynstur og það sem vænta mátti á reitnum skv. gildandi aðalskipulagi, þó svo íbúðum fjölgi og húsagerð breytist.
- Aukin umferð í götunni, vegna fleiri íbúða, mun hafa lítil áhrif á núverandi hús þar sem þau eru innst í botngötunni. Auk þess eru aðstæður þannig að aðeins er byggt öðrum megin götunnar.
- Breytingin er því ekki talin líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða á stórt svæði.

Þegar aðalskipulagsbreytingin hefur verið staðfest verði byggingarleyfisumsókn fyrir Fellabrekku 7-13 grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.

Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags skv. framangreindu til auglýsingar og meðferðar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Gestir

  • Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsráðgjafi - mæting: 16:15