538. fundur 30. október 2019 kl. 09:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingafulltrúi sat fundinn.

Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Fellabrekka 7-21

Málsnúmer 1902007Vakta málsnúmer


Lögð fram tillaga að útfærslu framkvæmdar sem lögð var fram til kynningar á 204. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 24. október sl.

Framkvæmdin felst í frágangi götu í Fellasneið ofan við lóðamörk Fellabrekku, þar sem hrunið hefur úr vegkanti. Auk þess í frágangi á stoðvegg og fallvörnum á sama stað.

Skipulags- og byggingafulltrúi kynnti gögn unnin af Verkís fyrir Grundarfjarðarbæ, hönnun og kostnaðaráætlun, og fór yfir útfærslu verksins.

Á fyrrgreindum fundi sínum lagði skipulags- og umhverfisnefnd til, öryggisins vegna, að farið yrði í þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Nefndin hafði áður samþykkt breytt lóðablöð fyrir lóðirnar Fellabrekku 7-21, eftir samráð við íbúa Fellabrekku 15-21.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fara í verkið í samræmi við það sem kynnt var og felur skipulags- og byggingafulltrúa og bæjarstjóra að afla tilboða í verðkönnun verksins.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.