150. fundur 10. desember 2014 kl. 12:00 - 14:00 Í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Sigurbjartur Loftsson (SL) embættismaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Sólvellir 1 - Færsla á smáhýsi

Málsnúmer 1411014Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi fyrir færslu á smáhýsi innan lóðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

2.Hlíð - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 1412004Vakta málsnúmer

Finnur Hinriksson, kt.130153-4969 sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahús í landi Hlíðar, samkvæmt uppdráttum frá Jónasi Þórðarsyni - Teiknir ehf
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Svæðisskipulag

Málsnúmer 1407007Vakta málsnúmer

Lögð eru fram gögn vegna svæðisskipulags.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

4.Aðalskipulagsbreyting - Aðveitustöð

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær leggur fram "Lýsingu" vegna breytingu á aðalskipulagi fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að ”Lýsingin“ verð kynnt og auglýst samkvæmt 1.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Deiliskipulag vestan Kvernár

Málsnúmer 1410007Vakta málsnúmer

Grundarfjarðarbær leggur fram drög vegna nýs deiliskipulags fyrir nýja aðveitustöð (rafmagn).
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að drög að deiliskipulagi verði auglýst og kynnt samhliða breytingu á aðalskipulagi samkvæmt 41.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Meginforsendur liggja fyrir í breytingu á aðalskipulagi, því er heimilt að falla frá gerð ”Lýsingar“.

6.Nesvegur 4, 4b og 6 - Breyting á deiliskipulagi Framness.

Málsnúmer 1406007Vakta málsnúmer

Lögð er fram breytingartillaga á deiliskipulagi við Framnes frá Landlínum dags.05.12.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að deiliskipulagið verði auglýst og kynnt samkvæmt 43.gr. í skipulagslögum nr. 123/2010. Bílastæðamagnið verði breytt í 1.stæði pr. 80m². Ef til kemur að bílasæði vanti á lóð miðað við byggingamagn, þarf að gera kvöð á viðkomandi lóð þar sem auka bílastæði verða staðsett.

7.Dagsektarferli - Grundarfjarðarbær

Málsnúmer 1411023Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs nr.462 er óskað eftir að dagsektarákvæði skipulags- og byggingarfulltrúa verði tekið upp í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að drög að dagsektarkerfi verði samþykkt.

8.Gæðastjórnunarkerfi fyrir byggingarfulltrúa. 1.janúar 2015.

Málsnúmer 1411010Vakta málsnúmer

Bréf frá FB.
Lagt fram.

9.Gæðakerfi Byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1410005Vakta málsnúmer

Lögð er fram Gæðahandbók byggingarfulltrúa.
Lagt fram.

10.Lóðarblað - Sólvellir 13, 15, 17 og 17a

Málsnúmer 1411009Vakta málsnúmer

Erindi frestað á fundi 149. og óskað eftir ábendingum/athugasemdum frá eigendum. Frestur til að skila inn skriflegum athugasemdum rann út 5.des.2014. Ein athugasemd barst er varðar lóðina Sólvelli 17.
Skipulags- og umverfisnefnd frestar erindi og óskar eftir að gerð verði breyting á lóðarblaði samkvæmt ábendingu.

11.Minnisblað vegna skipulags.

Málsnúmer 1411013Vakta málsnúmer

Minnisblað vegna skipulags frá Alta.
Lagt fram.

(UÞS) víkur af fundi.

12.Hrafnkelsstaðir - umhverfi

Málsnúmer 1411032Vakta málsnúmer

Lagðar eru fram myndir frá Hrafnkelsstöðum sem sýna umgengni á staðnum.
Skipulags- og umverfisnefnd leggur til að byggingarfulltrúi láti taka til á svæðinu og ræði við eigendur um að fjarlægja sitt.

13.Berserkseyri - Friðlýsing æðarvarps

Málsnúmer 1412005Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umsögn til Sýslumanns. Umsögn OR liggur fyrir.
Skipulags- og umverfisnefnd gerir ekki athugasemd við friðlýsinguna.

Fundi slitið - kl. 14:00.