152. fundur 04. febrúar 2015 kl. 17:00 - 19:00 Í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólafur Tryggvason (ÓT) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM) aðalmaður
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) aðalmaður
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK) aðalmaður
  • Hrund Pálína Hjartardóttir (HPH) 2. varamaður
Fundargerð ritaði: Sigurbjartur Loftsson skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá
Skipulags- og byggingarfulltrúi óskar eftir að bæta tveimur málum á dagskrá: Hrannarstíg 5 og erindi vegna geymslusvæðis við Hjallatún 1. Samþykkt samhljóða.

1.Hrannarstígur 20 - Viðbygging

Málsnúmer 1501065Vakta málsnúmer

Hildur Sæmundsdóttir, kt.220648-3039 sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Fellaskjóls, dvalarheimili kt.570584-0309 um viðbyggingu við Hrannarstíg 20, samkvæmt uppdráttum dags. 31.03.2003.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Grundargata 17 - Viðbygging

Málsnúmer 1501083Vakta málsnúmer

Jónas Þórðarson, kt.160867-4699, sækir um byggingarleyfi fyrir hönd Magnúsar Jósepssonar, kt.091082-3659 um viðbyggingu við núverandi hús. Samkvæmt uppdráttum frá Teiknir, dags. 24.09.2014.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu. En leggur til að Skipulags- og byggingarfulltrúi láti fara fram Grenndarkynningu samkvæmt 44.gr. skipulags- og byggingarlaga nr.123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Grundargötu 18, 19 og 20.

3.Hrannarstígur 5 - breytingar innanhús

Málsnúmer 1409002Vakta málsnúmer

Gunnar Kristjánsson, kt.271050-2409 sækir um breytingu á áður útgefnu byggingarleyfi, dags. 3.sept.2014. Þar sem rými 101 verður óbreytt, samkvæmt uppdráttum frá Tækniþjónustunni/Gunnari Indriðasyni, kt.081049-2979.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.

4.Aðalskipulagsbreyting - Aðveitustöð

Málsnúmer 1411012Vakta málsnúmer

Auglýsingartíma "Lýsingar" lauk 8. janúar 2015. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust innann tímafrests. Fjögur bréf/tölvupóstar bárust 27-29.jan.2015. Óskað var eftir umsögn frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Landsneti, Rarik, Umhverfisstofnun, Orkustofnun og Hesteigandafélagi Grundarfjarðar. Umsagnir hafa borist frá öllum.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir skipulags- og byggingarfulltrúi vinni áfram í málinu.

5.Landsskipulag

Málsnúmer 1408003Vakta málsnúmer

Erindi frestað á 151. fundi. Skipulagsstofnun óskar eftir umsögn um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

6.Pylsuvagn - Stöðuleyfi

Málsnúmer 1501017Vakta málsnúmer

Baldur Orri Rafnsson, kt.110479-4259 sækir um fyrir hönd Bongó slf, kt.531011-1120 um endurnýjun á stöðuleyfi pylsuvagns á lóðinni sem er á gatnamótum Grundargötu/Hrannarstígs. Með umsókninni fylgir skissa sem sýnir staðsetningu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og leggur til að stöðuleyfi verði gefið út samkvæmt gr.2.6.1. í byggingarreglugerð nr.112/2012.

7.Gæðakerfi Byggingarfulltrúa

Málsnúmer 1410005Vakta málsnúmer

Bréf frá Mannvirkjastofnun dags. 20. janúar 2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til bæjarráðs/bæjarstjórnar.

8.Geymslusvæði Hjallatúni 1 - endurskipulagning

Málsnúmer 1502001Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til endurskipulagningu á geymslusvæðinu við Hjallatún 1. Uppdráttur, gjaldskrá og reglur fylgja með á uppdrætti dags. 04.02.2015.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en óskar eftir áliti bæjarstjórnar um breytta gjaldskrá og reglur. Áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Erindi frestað.

Fundi slitið - kl. 19:00.