Frábær stemning

Frábær stemning var í íþróttahúsinu í kvöld, fullt hús á báðum leikjum UMFG. Fólk mætti með lúðra og trommur og gengu margir hásir út í nóttina.   Karlarnir töpuðu sínum leik gegn Þrótti N en konurnar unnu glæsilegan sigur á Víkings konum.  

Mikilvægir leikir á blakmóti

Laugardagskvöld kl 22:15 spila UMFG karlar við Þrótt N.Leikurinn er í Grundarfirði.  

Okkar lið á Öldungamótinu

Nú er fyrsta keppnisdegi hjá liðum UMFG á öldungamótinu í blaki lokið.  Konurnar stóðu sig með prýði í og unnu bæði lið Þróttar N og Röstina. Þær töpuðu svo síðasta leiknum í dag en hann var á móti ÍK. UMFG konurnar eiga leik á laugardagsmorgun kl 8:00 í Ólafsvík og kl 23:45 spila þær við Víking Ó hér í Grundarfirði.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju

West SideStory Ásamt sígildum popplögum Og Vínartónlist   Stjórnandi er Jón Karl Einarsson  

Öldungamót BLÍ - sundlaugin lokuð í dag og á morgun

Í morgun, 28. apríl, hófst 31. Öldungamót BLÍ. Snæfellsbær heldur mótið að þessu sinni en einnig er spilað í íþróttahúsinu hér í Grundarfirði. 95 lið eru skráð til keppni og má því ætla að um þúsund manns sæki Snæfellsnes um helgina. Sundlaugin verður lokuð í dag, föstudag, og á morgun, laugardag, þar sem búningsherbergin í íþróttahúsi og sundlaug leyfa ekki meiri fjölda fólks en fylgir blakmótinu. Sundlaugin verður opin á sunnudag.   Grundarfjarðarvefurinn hvetur íbúa til þess að kíkja í íþróttahúsið og fylgjast með leikjum keppninnar! 

Stuðningshópur ADHD

Kæru foreldrar og aðstandendur! Næsti fundur fyrir Grundarfjörð og Stykkishólm verður haldinn í kvöld, fimmtudag 27. apríl, kl. 20:30 í safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju. Nánari upplýsingar veitir Vigdís Gunnarsdóttir félagsráðgjafi í s: 891-7804.   Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga 

Undirbúningur Skippers d´Islande 2006

Þann 20. apríl sl. komu nokkrir Frakkar í heimsókn til Grundarfjarðar. Þau eru skipuleggjendur siglingakeppninnar Skippers D’Islande sem farin verður í júní-júlí á þessu ári. Heimsókn Frakkanna var liður í undirbúningi keppninnar og voru skoðaðar aðstæður í Grundarfjarðarhöfn og -bæ.  

Bæjarstjórnarfundur

68. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í dag,  fimmtud. 27. apríl, kl. 17.00 í Grunnskólanum. Á dagskrá eru meðal annars fyrri umræða ársreiknings bæjarsjóðs og stofnana 2005,  fundargerðir nefnda og ráða, tillaga um tímabundna inntöku yngri barna í leikskólann, breytingar á samþykktum bæjarins um stjórn og fundarsköp, tilboð í Sæból 33-35, erindi stjórnar Félags eldri borgara um húsnæðismál og ýmis gögn til kynningar. Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri 

Landfylling, lagnavinna og löndun á höfninni

Vinna við landfyllingu í höfninni gengur vel. Búið er að hlaða hluta sjóvarnargarðs við suðurhlið fyllingarinnar. Garðurinn verður 145 m og er um það bil lokið við 1/3 hans.        

Nemendur grunnskólans taka til

1-3. bekkur og 8-9. bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar tóku að sér ruslahreinsun í bænum í dag undir stjórn verkstjóra áhaldahúss. Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri ræddi einnig við nemendur 3. bekkjar um umhverfismál.   Nokkrir nemendur 3. bekkur í ruslatínslu í dag