Spjallarinn fimmtudagskvöld 3. september

Spjallari vikunnar er G. Ágúst Pétursson, sem settist að í Grundarfirði fyrir einu og hálfu ári.

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á 240. fundi sínum þann 6. júlí 2020

Íbúð til leigu

Leiguíbúð að Ölkelduvegi 3 er laus til umsóknar.

Þarft þú að gera viðskiptaáætlun?

Styrkir til að vinna viðskiptaáætlun um nýsköunarverkefni

Spjallarinn fimmtudagskvöld 27. ágúst - Myndlist í gegnum glerið með Els Fleer

Spjallarinn n.k. Fimmtudag 27.ágúst kl. 20.00-21.00. Verið öll hjartanlega velkomin. Els Fleer myndlistamaður frá Hollandi er gestalistamaður mánaðarins í Artak350. Vegna Covid verður afraksturssýning hennar sett upp í Glugga Bókasafnsins/Sagnamiðstöðvarinnar að Grundargötu 35. Listakonan verður á staðnum og býður uppá "Myndlist í gegnum glerið og listamannaspjall. Els hefur ferðast mikið um Snæfellsnes og Breiðafjörð, náttúran hefur snortið hjarta hennar og orðið henni hugleikið og nýtur sýn sem aðal viðfangsefni í myndlistinni þennan mánuð sem hún hefur dvalið í Grundarfirði.

Spjallarinn fimmtudagskvöld 20. ágúst

Spjallarar á berjamó, 20. ágúst kl. 20 á áningastað Skógræktarfélagsins efst á Ölkelduveginum.

Til viðskiptavina Grundarfjarðarhafnar – um umferð á Norðurgarði vegna framkvæmda

Framkvæmdir við þekju Norðurgarðs, elsta hluta.

Sumarnámskeið, viðbótardagar

Viðbótardagar sumarnámskeiðs fyrir börn, 17.-20. ágúst 2020

Starfsmaður í sundlaug

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir sundlaugarverði í sundlaug Grundarfjarðar. Vinnutími er 15:50-21:30 virka daga og laugardaga 12:30-17:30. Um tímabundna ráðningu er að ræða, frá 26.08.2020 til 20.05.2021. Gerður er fyrirvari um breytingar á starfstíma, m.a. vegna ráðstafana sem tengjast sóttvörnum.

Spjallarinn fimmtudagskvöld 13. ágúst

Við förum inn í Eiðisskóg (skógræktin við Eiði) þar sem við tínum alla sveppina sem við finnum og skoðum þá. Gott er að taka með sér regnföt, vasahníf og poka undið allt góssið. Munið breyttan tíma, við byrjum kl 20. Sjáumst hress.