Breyting á sorplosunardegi vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár fyrir þriðjudaginn verður brúna tunnan losuð miðvikudaginn 28. febrúar.      

Aðgengi að sorptunnum

Græna sorptunnan verður losuð á morgun, þriðjudaginn 20. febrúar.   Íbúar Grundarfjarðarbæjar eru vinsamlegast hvattir til að moka vel frá sorptunnum til að auðvelda starfsmönnum aðgengi að þeim.    

Öskudagur í Ráðhúsi Grundarfjarðar

  Nemendur Eldhamra mættu fyrstir á bæjarskrifstofuna og sungu lag með boðskap; "Það er mikilvægt að B-R-O-S-A."   Það var líflegt á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í gær þegar grímuklædd börn skemmtu starfsfólki með söng í tilefni af öskudeginum. Hér fylgja nokkrar myndum af gestum dagsins.    

Þekking gegn einelti - námskeið

    Einelti er ekki liðið innan þeirra félagasamtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra. Mikilvægt er að öllum líði vel í leik og starfi og að sá grundvallarréttur að fá að vera óáreittur sé virtur.  

Elva Björk keppir í Söngkeppni Samfés 2018

    Elva Björk Jónsdóttir, nemandi í 10. Bekk Grunnskóla Grundarfjarðar, mun keppa í Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll þann 24. mars nk. fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Eden. Atriði Elvu Bjarkar var annað tveggja atriða sem voru valin í undankeppni Vesturlands fyrir Samfés, sem haldin var í gærkvöld.  

Bæjarstjórnarfundur

211. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðarverður verður haldinn fimmtudaginn 8. febrúar í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Grundarfjörður rafmagnslaust 08.02.2018

Rafmagnslaust verður í Grundarfirði 08.02.2018 frá kl 16:00 til kl 21:00 í ca 2 klst á hverjum stað vegna vinnu við dreifikerfið.Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390.  

112 dagurinn - Kynning á starfsemi viðbragðsaðila bæjarins

Í tilefni af 112 deginum, sunnudaginn 11. febrúar mun slökkvilið Grundarfjarðarbæjar hafa opið hús milli kl.14-16.    Notið tækifærið og kynnið ykkur starfsemi viðbragðsaðila bæjarins.    

Skrúðganga á degi leikskólans

    Dagur leikskólans er í dag 6. febrúar og er þetta í ellefta skiptið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur en það var á þessum degi árið 1950 sem frumkvöðlar leikskólakennara stofnuðu fyrstu samtök sín. Þessi glæsilegi hópur barna og starfsfólks af Sólvöllum og Eldhömrum fór í skrúðgöngu um Grundarfjörð í tilefni dagsins.  

Leikskólinn Sólvellir

Að undanförnu höfum við á leikskólanum verið að vinna með vináttu og hvað það þýðir að vera vinir.  Það hefur t.d. verið skrifað niður hvað börnin telja að vinátta þýði og hvað vinir gera.  Mjög gaman að vinna að þessu verkefni.  Á morgun er dagur leikskólans og að því tilefni förum við í skrúðgöngu ásamt Eldhömrum.  Við höfum líka verið með lestrarátak þar sem við hvetjum foreldra til að lesa fyrir  börnin sín. Lestrarátakinu lýkur á morgun.