Sumarstörf 2017

Ath. framlengdur umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ til 1. maí nk.   Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Laus eru til umsóknar sumarstörf við eftirtaldar stofnanir:   

Tímabundin niðurfelling gatnagerðagjalda vegna nýbygginga í þéttbýli

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld vegna nýbygginga íbúðarhúsnæðis í þéttbýli Grundarfjarðar.   Þessi niðurfelling gatnagerðagjalda gildir fyrir byggingar fyrirtækja og einstaklinga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Tuttugu lóðir eru lausar í þéttbýlinu.  

Elsti Grundfirðingurinn 95 ára

    Elna Bárðarson, íbúi á Fellaskjóli, fagnaði 95 ára afmæli sínu laugardaginn 18. mars og er hún elsti núlifandi Grundfirðingurinn. Það var að sjálfsögðu slegið upp veislu í tilefni dagsins og var vel mætt.    Grundarfjarðarbær óskar Elnu innilega til hamingju með 95 ára afmælið!   

Sérstakur húsnæðisstuðningur

     Þann 1. janúar 2017 tóku  gildi ný lög um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa nú samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og mun Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sjá um móttöku og afgreiðslu umsókna.  

Auglýsing um deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

  Grundarfjarðarbær vinnur að deiliskipulagstillögu fyrir áningarstað vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að bæta öryggi vegfarenda við brúna með því að skilgreina þar áningarstað, stýra umferð fólks um svæðið og vernda náttúru þess. Á áningarstaðnum er gert ráð fyrir bílastæðum og hjólastæðum, byggingarreit fyrir þjónustubyggingu og aðstöðu til áningar. Ennfremur útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar ásamt skýlum til náttúruskoðunar. Þá er gert ráð fyrir gönguleið frá nýjum áningarstað að áningarstað Vegagerðarinnar í grennd við bæinn Eiði. Nánar er vísað í kynningargögn.      

Sendiherra Frakklands heimsótti Grundarfjörð

Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, varði deginum í Grundarfirði í gær en hann er afar áhugasamur um tengsl bæjarins við vinabæinn, Paimpol í Frakklandi. Sendiherrann heimsótti fiskvinnslufyrirtækið G.Run sem flytur megnið af sínum afla til Frakklands, borðaði hádegisverð á Bjargarsteini, skoðaði Grundarkamp og fékk kynningu á samskiptum Grundfirðinga og Frakka í fortíð og nútíð, sem og framtíðarplön um heimsóknir milli vinabæjanna tveggja.        

Bæjarstjórnarfundur

203. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 16:30.  

Hugmyndasmiðja um Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki

    Laugardaginn 11. mars verður haldin hugmyndasmiðja um sameiginlega Gestastofu Snæfellsness. Hugmyndasmiðjan verður haldin á Breiðabliki kl 10:30-13:30 og eru allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða. Smelltu hér fyrir auglýsinguna í stærri útgáfu.

Viðvera og viðtalstímar atvinnuráðgjafa

  Ýtið á myndina til að fá hana stærri.  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 6. mars n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350.