Fiskiveislan verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr

Fiskiveislan mikla hefur aldrei verið glæsilegri á Northern Wave en í ár. Hrefna Rósa Sætran dæmir fiskréttina ásamt Jon Favio Munoz Bang, yfirkokki á Hótel Búðum. Í verðlaun fyrir besta fiskréttinn eru 40.000 krónur og að auki verða sérstök verðlaun í boði.    

Haustmarkaður Gleym mér ei

    Hinn árlegi haustmarkaður kvenfélagsins Gleym mér ei verður haldinn laugardaginn 3. október næstkomandi kl 13-17 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Meðal þess sem selt verður á markaðinum eru sultur, brauð, handunnar vörur og margt fleira, auk köku- og kaffisölu.    

Myndamorgnar á miðvikudögum

Bæringsstofa. Myndamorgnar á miðvikudögum kl. 10-12 fram að jólum. Sögur og ættartengsl. Sunna. 

Námskeið í tælenskri matargerð!

    Laugardaginn 10. október er fyrirhugað námskeið í tælenskri matargerð í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Hrafnhildur Jóna mun leiða þátttakendur í gegnum nokkra vinsælustu rétti hins kraftmikla tælenska eldhúss. 

Opin æfing hjá Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju

  Hefur þig alltaf dreymt um að syngja í kór en aldrei látið verða af því? Nú er tækifærið!   

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði

Bólusett verður föstudaginn 25.september frá kl. 8-12 og mánudaginn 28.september 13-16 n.k. Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.Fyrirtæki eiga möguleika á að fá þessa þjónustu inn í fyrirtækið ef þess er óskað.   Pöntunarsími: 432 1350 alla virka daga milli 9-12 og 13-16.    

Dagskrá Hreyfiviku UMFÍ í Grundarfirði 21.-27. sept. - Tökum þátt!

    Nú er kominn tími á að setja sig í startholurnar fyrir Hreyfiviku UMFÍ 2015 sem hefst mánudaginn 21. september. Hér í Grundarfirði verður boðið upp á heilmikla dagskrá og eru fjölmargir sem leggja verkefninu lið á einn eða annan hátt. Það er von okkar að allir geti fundið sér hreyfingu við sitt hæfi enda er Hreyfivikan í ár haldin undir titlinum „Hver er þín uppáhalds hreyfing?“  

Umsækjendur um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Starf skipulags- og byggingafulltrúa var auglýst laust til umsóknar í ágúst síðastliðnum og er umsóknarfrestur nú liðinn.   Umsækjendur voru sjö talsins og eru þessir:   Andrea Kristinsdóttir, skipulagsfræðingur Gunnar Jóhann Ásgeirsson, byggingafræðingur Gunnar Sigurgeir Ragnarsson, byggingafræðingur Gunnlaugur Jónasson, arkitekt Ivan Nesterov, verkfræðingur Ragnar Már Ragnarsson, byggingafræðingur Tómas Ellert Tómasson, byggingaverkfræðingur    

Hreyfivika UMFÍ 2015!

    Hin árlega Hreyfivika UMFÍ fer fram í næstu viku, dagana 21.-27. september. Eins og nafnið gefur til kynna þá er hér um að ræða viku þar sem hvers konar hreyfing verður í fyrirrúmi.      

Fjölbrautaskóli Snæfellinga boðar til foreldrafundar.

Mánudaginn 14. september kl. 20:00 – 21:30 Fundurinn er haldinn í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga og verður sendur í fjarfundi til Framhaldssdeildar á Patreksfirði.