Fyrirlestur um Detox

Á þessum fyrirlestri er lögð áhersla á detox (afeitrunar) mataræði og heilsusamlega lifnaðarhætti dags daglega. Kenndar ýmsar aðferðir sem auðvelt er fyrir hvern og einn að tileinka sér og setja inn í sína daglegu rútínu sem stuðlar að því að viðhalda daglegu líkamlegu heilbrigði.  

Námskeið í Spænsku

Spænskunámskeið fyrir unga og aldna.  Farið verður jafnt í orðaforða og málfræði, ritað mál og talmál. Áhersla er lögð á orðaforða tengdan ferðalögum, t.d. að kunna að kynna sig og bjarga sér frá degi til dags. Átthagastofa í  Ólafsvík  

Handverkshópurinn

Handverkshópurinn ætlar að hittast ásamt kvennfélagskonum á prjónakvöldi í safnaðarheimilinu klukkan 20.00  í kvöld. Og svo verða handverkshópa fundir annan hvern fimmtudag klukkan 20.00 að  Borgarbraut 16 í gamla fjarnámssalnum. Allir velkomir. 

Nýflutt KISA týnd

Grá og hvít læða sem er nýflutt í Grundarfjörð er týnd.  Hún á heima á Hrannarstíg 5.  Eigendurnir eru með símanúmerin 691-2073 og 424-6428 ef einhver teldi sig vita hvar KISA heldur sig (læðan heitir KISA).

Grundfirðingar lögðu Þrótt í blakinu

Skessuhorn 19. janúar 2010: Grundfirðingar fögnuðu sigri karlaliðsins í blaki í leik sem fram fór í íþróttahúsinu í gærkvöldi. Mótherjar UMFG var b-lið Þróttar í Reykjavík. Grundfirðingar unnu allar loturnar örugglega,  25:13,  25:16 og 25:19. Þetta var þriðji sigur UMFG í annarri deildinni í vetur, en áður höfðu unnist sigrar á liðum Aftureldingar og Hamars. Grundfirðingar eru nú í þriðja sæti riðilsins með sex stig, en þar fyrir ofan eru Fylkir í öðru sætinu og Hrunamenn á toppnum. Næsti leikur UMFG er strax annað kvöld, miðvikudagsköld, gegn Fylki á Árbænum.   Heimasíða Grundarfjarðarbæjar óskar blakliði UMFG til hamingju með sigurinn.

Ferðafélag Snæfellsness

Ný heimasíða Ferðafélags Snæfellsness var tekin í gagnið fyrir nokkrum dögum. Að sögn Gunnars Njálssonar formanns félagsins, er tilkoma heimasíðu, mikið hjálpartæki til að koma upplýsingum á framfæri, ásamt undirbúning á gönguferðum og öðrum viðburðum. Þar verður einnig að finna ýmsan fróðleik, hægt að lesa um gönguleiðir og skoða myndir, ásamt ferðaáætlun hvers árs. Á næstu dögum bætist margt fróðlegt inn á síðuna. Slóðin er www.ffsn.is  

Opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna

Nú er opið fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna.  Félags- og tryggingamálaráðherra sem veitir þessa styrki á hverju ári. Að þessu sinni eru 30 milljónir til úthlutunar.Vinnumálastofnun hefur umsjón með styrkveitingunum og er umsóknarfrestur til og með 7.febrúar n.k.  

Frítt. Skyndihjálp í efnahagsumræðunni !

Finnst þér efnahagsumræðan ruglingsleg? Hagvöxtur, ávöxtur og ávöxtun eru orð yfir merkilega ólík fyrirbæri. Í þessu stutta námskeiði verða hugtök eins og  hagvöxtur, verg landsframleiðsla, verðbólga, gengi krónunnar og viðskiptajöfnuður útskýrð. Hlutverk banka og seðlabanka verða rædd. Láttu sjá þig og þú munt detta mun sjaldnar út yfir kvöldfréttunum.

BLAK - BLAK - BLAK - BLAK - BLAK

Í íþróttahúsinu í kvöld 18.01.2010 klukkan 20:30 (hálf níu) UMFG - Þróttur. Nánar hér.

Gamlárshlaup í Grundarfirði

Það var skokkhópur Grundarfjarðar sem gekkst fyrir viðburðinum, en þetta er fyrsta Gamlárshlaup sem sögur fara af hér í bæ.