Menningarfulltrúi í Grundarfirði

Í dag 10. október verður menningarfulltrúi með viðveru í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði kl.16:00.   

Framlagning kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 verður lögð fram þann 10. október 2012.   Kjörskráin mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar,  kl. 10-14 virka daga.   Athugasemdir vegna kjörskrár skal senda bæjarstjórn en heimilt er að taka mál vegna kjörskrár til meðferðar allt fram á kjördag.   Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Farkennari í grunnskólanum

Við í Grunnskóla Grundarfjarðar fengum loksins þann lottóvinning að fá til okkar svokallaðan farkennara frá Danmörku. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi hér á Íslandi í mörg mörg ár og er styrkt af Danska sendiráðinu og Danaveldi sjálfu. Daman sem við fengum hetiri Stine Falk og verður hún hjá okkur í 4 vikur. Hún býr inni í Stykkishólmi, en þar er hún búin að vera í 4 vikur og svo þegar hún er búin með þessar vikur hér fer hún út í Snæfellsbæ. Allir nemendur skólans, sem eru núna í dönsku, njóta góðs af komu hennar því hún leggur sérstaklega mikið upp úr að nemendur tali dönsku í tímunum, enda talar hún bara dönsku við þá.      

Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar minnir á:

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. október n.k. í húsnæði grunnskólans. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:15. Athugið: Bekkjarfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 19:30 til að fara yfir ýmis mál sem ræða þarf fyrir aðalfund.  

Ungir grundfirskir skátar tóku við Forsetamerkinu á Bessastöðum

Þrír skátar úr skátafélaginu Erninum í Grundarfirði tóku við Forsetamerki Íslands úr hendi Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum þann 29. september síðastliðin. Það voru þau Anna Júnía Kjartansdóttir, Jón Þór Magnússon og Sonja Sigurðardóttir.   Sjá nánar hér.  

Til þeirra sem hafa greinst með krabbamein

Fyrsti fundur vetrarins  verður í dag þriðjudaginn 2. oktober kl.17.00 í verkalýðsfélags húsinu. Fundurinn er eins og undanfarandi ár ætlaður þeim sem hafa greinst með krabbamein. Verum dugleg að mæta og styrkjum hvort annað í baráttunni.  

Umsóknir um styrki árið 2013

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2013. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2013 eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is  eigi síðar en mánudaginn 15. október 2012.   Skrifstofustjóri   

Starf í leikskóla

Leikskólinn Sólvellir  auglýsir eftir starfsmanni við þrif í leikskólanum.  Um er að ræða 75% stöðu, vinnutími 10:15 – 16:15.   Hæfniskröfur: Reynsla af samskiptum við börn æskileg, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði í starfi, jákvæðni, sveigjanleiki og áhugasemi, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð og góð íslenskukunnátta. Starfið hentar jafnt konum og körlum.   Ráðning er frá 8. október 2012.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Við ráðningu skal liggja fyrir sakavottorð eða heimild leikskólastjóra til að afla upplýsinga úr sakaskrá.   Nánari upplýsingar um starfið veitir Matthildur Guðmundsdóttir í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á leikskoli@grundarfjordur.is. Umsóknir berist til leikskólastjóra á eyðublöðum sem hægt er að nálgast í leikskólanum eða á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.  

Leiðbeinandi í félagsmiðstöð

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir jákvæðum og samskiptahæfum leiðbeinanda í félagsmiðstöð. Vinnutími er 1-2 kvöld í viku, auk ferða.   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til föstudagsins 5. október 2012. Sótt er um á vefsíðu bæjarins, http://www.grundarfjordur.is/default.asp?Sid_Id=29005&tId=11   Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður D. Benidiktsdóttir, forstöðumaður félagsmiðstöðvar í síma 690 6559.   Grundarfjarðarbær  

Bókasafnið er lokað

Fimmtudaginn 27. september er bókasafnið lokað vegna Landsfundar Upplýsingar, Félags bókasafns- og upplýsingafræða. Sjá venjulega opnunartíma.