31. stjórnarfundar Eyrbyggja 8. apríl 2002 á Grand Hótel.

Viðstaddir: Ásgeir Þór Árnason, Björg Ágústsdóttir, Sigurberg Árnason, Hildur Mósesdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Pálsson, Gísli Karel Halldórsson.

1.         Innsláttur örnefna.

Að sögn Hugrúnar Elísdóttur er innslætti að ljúka.

2.         Edduslysið 1953.

Samþykkt að afla greina um Edduslysið 1953 til birtingar í bók okkar árið 2003 þegar 50 ár verða liðin frá slysinu. Samþykkt að leita til Árna Emilssonar og Tryggva Gunnarssonar um að þeir skrifi greinar um þennan atburð.

3.         Prentun á örnefnamynd.

Samkvæmt lauslegri athugun Hildar Mósesdóttur er kostnaður við prentun myndarinnar 300.000 kr. Lionsklúbburinn í Grundarfirði er tilbúinn í að standa að útgáfunni með Eyrbyggjum. Lionsklúbburinn mun safna styrktaraðilum til að fjármagna prentunina. Neðst á myndina verður raðar ,,logo” þeirra sem standa að og styrkja útgáfuna. Það væri fyrst merki Grundarfjarðarbæjar, merki Eyrbyggja, merki Lionsklúbbsins, og síðan merki þeirra fyrirtækja sem styðja útgáfuna. Guðjón Elísson er að færa örnefni inn á myndina.

4.         Dagbókarbrot 1943.

Komin er grein frá Sigríði Pálsdóttur ásamt myndum byggð á dagbók hennar frá 1943.

5.         Vísnanefnd.

Páll Cecilsson sendi okkur nokkrar vísur eftir gamla Eyrsveitunga til birtingar í bókinni.

6.         Heimasíða Eyrbyggja.

Heimasíða Eyrbyggja hefur verið endurbætt og er í þróun.

Sjá www.grundarfjordur.is og www.grundarfjordur.is/eyrbyggjar

7.         Efni frá yngri Grundfirðingum.

Björg Ágústsdóttir sagði frá stöðunni við að afla greina frá yngri Grundfirðingum, og munu greinar þeirra fjalla um hvernig var að alast upp í Grundarfirði á tímabilinu 1965-1990.  Björg hefur fengið fimm Grundfirðinga  til að skrifa og þeir eru:

Guðrún Högnadóttir

Bjarni Júlíusson

Brynhildur Ólafsdóttir

Halldór Sigurjónsson

Jón Hans Ingason

8.         Myndaskönnun.

Ásgeir Þór Árnason sagði frá gangi við öflun mynda og skönnun þeirra. Hann afhenti geisladisk með skönnuðum myndum og skönnun á handskrifaða tímaritinu dagsbrún sem UMFG gaf út á árunum 1933-1942.

Sigurberg sagði að það væri til fjársjóður af gömlum myndum sem Einar Ingimundarson málari tók í Grundarfirði. Sonur hans Ingimundur vinnur að skráningu myndanna. Sigurberg er í sambandi við Ingimund Einarsson og mun heimsækja hann á næstunni og ræða við hann um að fá myndir lánaðar til skönnunar hjá Eyrbyggjum.

9.         Gamlar loftmyndir af Grundarfirði.

Sigurberg Árnason segir frá vinnutilhögun við að rekja uppbyggingu byggðarlagsins í Grundarfirði eftir loftmyndum, fasteignaskrám frá Fasteignamati ríkisins og eftir öðrum tiltækum heimildu. Vinnutilhögun við að koma þessum upplýsingum inn á loftmyndirnar.

10.       Grundarrétt.

Arnór Kristjánsson hefur skrifað grein um Grundarrétt.

11.      Annáll 2001 og framtíðarsýn.

Björg Ágústsdóttir sagði frá stöðunni við annálaskrifin. Greinin verður tilbúin fyrir 20. apríl.

12.       Fræðslumál og dagbækur Elimars.

Gunnar Kristjánsson er langt kominn við að ljúka greininni.

13.       Sr. Jens Hjaltalín.

Rætt um hvort við eigum að láta vinna upp sjálfsævisögu sr. Jens Hjaltalíns til útgáfu í bókinni síðar ? Sjálfsævisaga Sr. Jens Hjaltalíns er um 60 vélritaðar blaðsíður. Ævisagan er einlæg og mjög sérstök.

14.       Drög að efnisyfirliti.

Fólkið, fjöllin, fjörðurinn 3. hefti, 2002.

1.                    Inga Lára Balvinsdóttir. Elstu ljósmyndirnar frá Grundarfirði.

2.                    Björg Ágústsdóttir. Annáll 2001.

3.                    Að alast upp í Grundarfirði. Greinar frá yngri Grundfirðingum.

4.                    Njáll Gunnarsson. Mjólkursamlagið í Grundarfirði 1964-1974.

5.                    Einar Skúlason. Nokkrar vísur.

6.                    Arnór Kristjánsson. Grundarrétt.

7.                    Gunnar Kristjánsson. Fræðslumál í Eyrarsveit, byggt á dagbókum Elimars Tómassonar fyrrv skólastjóra.

8.                    Ingi Hans Jónsson. Upphaf vélbátaútgerðar í Eyrarsveit.

9.                    Jakob Bjarnason. Nokkrar vísur

10.                 Bergur Bjarnason. Nokkrar vísur

11.                 Helga Gróa Lárusdórrir. Borga og Dóri.

12.                 Gamlar myndir.

13.                 Vigdís Gunnarsdóttir. Vísur úr kvenfélagsferð.

14.                 Valgerður Haraldsdóttir. Um konurnar í kvenfélaginu.

15.                 Ingi Hans Jónsson.. Af hattaranum á Grund.

16.                  Oddur Kristjánsson. Grundarfjarðarævintýrið 1940-50.

17.                 Sigríður Pálsdóttir. Dagbókarbrot frá 1943.

18.                 Ester Þórhallsdóttir og Óskar Gísli Sveinbjarnarson. Gamlar lendingar í Grundarfirði.

19.                 Kristján E. Guðmundsson. Manntalið 1703.

20.                 Þórhallur Vilmundarson. Kirkjufell, Firðafjall, Fríðafjall.

21.                 Örnefnamynd. Fjallasýn frá Hamrahlíð.

22.                 Örnefnasskrár Eyrarsveitar.

15.       Fundargerðabækur Eyrarsveitar 1908-.

Fundargerðarbækur Eyrarsveitar eru varðveittar í peningaskáp hjá Búnaðarbankanum í Grundarfirði.  Komið hefur fram að sú varðveisla er ef til vill ekki ákjósanlegust og einnig hafa pappírsgögn takmarkað geymsluþol. Rætt var um möguleika á að láta ,,skanna” allar fundagerðarbækur Eyrarsveitar á PDF form og gera þær þannig aðgengilegar á Netinu. Með því móti væru þessi gögn aðgengileg öllum sem eru að grúska í sögu sveitarfélagsins. Einnig væri þetta skref í þá átt að gera Grundarfjörð að rafrænu upplýsingasamfélagi. Minni hætta verður einnig á að frumritin skemmist ef lesendur geta skoðað fundargerðirnar á Netinu. Björg Ágústsdóttir mun ræða við sitt fólk fyrir vestan hvort sumarstarfsfólk verði sett í að skanna fundargerðarbækurnar.

16.       Sala á næstu bók.

Hermann tók að sér að ræða við fulltrúa félags eldri borgari í Grundarfirði um að þeir taki að sér í sumar sölu og dreifinu á bókinni ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, 3. hefti, 2002”