45. stjórnarfundar Eyrbyggja 9. júlí 2003  kl 20:00 Malarási 10 Reykjavík.

 

Viðstaddir: Elínbjörg Kristjánsdóttir, Gísli Karel Halldórsson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hermann Jóhannesson, Orri Árnason.

1.                  Útgáfa bókar

Bókin ,,Fólkið, fjöllin, fjörðurinn” 2003" 4. bók í ritröðinni ,,Safn til sögu Eyrarsveitar" er komin úr prentun ásamt örnefnamynd af Kolgrafafirði.

Stjórnin áritaði eintök sem höfundum greina verður afhent sem þakklætisvott.

Hermann mun halda utan um sölu og dreifingu bókarinnar.

 

Bókin er 303 bls og kostar 2.000 kr ásamt örnefnamynd af Kolgrafafirði sem er 103 x 27 sm að stærð. Örnefnamyndin ein og sér kostar 500 kr.

Bókin og myndin fást hjá Hermanni Jóhannessyni GSM: 898 2793 og einnig í Hrannarbúðinni Grundarfirði.

 

2.                  Styrkur til útgáfunnar                       

Menningarsjóður Íslandsbanka veitti styrk til útgáfu bókarinnar að upphæð 150 þúsund krónur.

 

3.         Næsti fundur.

Næsti fundur verður Ársfundurinn sem verður haldinn á Góðri stund í Grundarfirði laugardaginn 27. júlí 2003 kl. 17,00 að Hótel Framnesi.  Fundurinn er opinn öllum og allir þeir sem vilja leggja Eyrbyggjum lið eru sérstaklega velkomnir.