Hafnarstjórn Grundarfjarðar hefur ákveðið að óska eftir því við fjármálaráðherra að Grundarfjarðarhöfn verði gerð að aðaltollhöfn. “Það breytir því að við getum tekið inn erlend skip sem hefðu þá Grundarfjarðarhöfn sem fyrsta eða síðasta viðkomustað hér á landi,” segir Björg Ágústsdóttirbæjarstjóri Grundarfjarðar. “Helstu rökin eru stóraukin umferð skemmtiferðaskipa og aukning á skipakomum almennt. Þá er mikið um löndun iðnaðarrækju til vinnslu hér á staðnum og einnig eru áform um byggingu frystihótels í tengslum við starfsemi hafnarinnar. Því teljum við að það geti styrkt höfnina og atvinnulífið á staðnum ef þetta gengur eftir,” segir Björg.

Sótt á www.skessuhorn.is