Nemendur Eldhamra mættu fyrstir á bæjarskrifstofuna og sungu lag með boðskap; "Það er mikilvægt að B-R-O-S-A."

Það var líflegt á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í gær þegar grímuklædd börn skemmtu starfsfólki með söng í tilefni af öskudeginum. Hér fylgja nokkrar myndum af gestum dagsins.  

Þessar flottu dömur sungu frumsamið lag og texta. Rosalega flott hjá þeim.
 

Þessir ungu herramenn tóku sér smá tíma í að koma sér saman um rétta lagið og hver væri forsöngvari. Það hafðist á endanum og þeir stóðu sig með prýði.

Þessar skvísur sungu um ömmu og afa sem fóru út að hjóla.

Sumir eru með allt á hreinu og mæta með hljóðfæri með sér og syngja og spila af innlifun.