Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015.

 

Breytingin felst í eftirfarandi;

Gert er ráð fyrir stækkun miðsvæðis sem náði yfir 6.265 m² svæði milli lóða nr. 42 og 50 við Grundargötu.  Þar var gert ráð fyrir 5.890 m² lóð fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi.

 

Í nýrri tillögu er gert ráð fyrir stækkun lóðar fyrir framhaldsskóla og tengda starfsemi þ.e. að svæðið stækki til norðurs að Sæbóli.  Reitur fyrir íbúðarsvæði við Sæból, sem er 2.950 m² að stærð, breytist þá í miðsvæði.  Vegtenging þaðan verður felld út.

Svæðið er nú 9.216 m² og  lóðin stækkar jafnframt í 8.722 m². Göngustígur austan lóðarinnar helst óbreyttur en græna svæðið vestan megin nær nú að Sæbóli.

 

Teikningar ásamt frekari upplýsingum, liggja frammi á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á skrifstofutíma, frá og með 25. febrúar til 24. mars 2004.

 

Athugasemdir ef einhverjar eru skulu vera skriflegar og berast á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, eigi síðar en 7. apríl 2004.

Þeir sem ekki gera athugasemd innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn

Grundarfirði