Blóðbankabíllinn stóð við Samkaup-Úrval í Grundarfirði síðastliðinn þriðjudag við blóðsöfnun. Starfsfólk bílsins sagðist afar ánægt með Grundfirðinga þegar kemur að blóðgjöf og sagði þá duglega að mæta. Sérstaklega sagði starfsfólk áberandi hvað konur á svæðinu væru öflugir blóðgjafar en þær eru í meirihluta blóðgjafa hér í Grundarfirði.

Starfsfólk Blóðbankans vildi gjarnan koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa fyrir góða þátttöku í blóðgjöf nú sem áður.