Þar er bjart og vítt til veggja,

fjallahringur til handa beggja.

Sólin sést þar snemma rísa

og hafflötinn að kveldi lýsa.

 

Svo er ort um Hjarðarból, en nýi vegurinn í Kolgrafafirði liggur vestanmegin um land jarðarinnar Hjarðarbóls.

Með opnun nýja vegarins og brúarinnar yfir Kolgrafafjörð opnast einnig nýjar víddir í landslagi á svæðinu, sjónarhorn sem ekki voru eins aðgengileg almenningi áður. Fróðlegt er þá að velta fyrir sér örnefnum á svæðinu.

Meðfylgjandi er örnefnalýsing Eyrarsveitar, sem fengin er frá Örnefnastofnun. Örnefnalýsingar úr Eyrarsveit sem varðveittar eru í Örnefnastofnun Íslands eru að stofni til eftir Þorleif J. Jóhannesson frá Stykkishólmi. Skrár Þorleifs voru endurbættar og hreinritaðar á Örnefnastofnun.