Nú þegar álagning fasteignagjalda ársins 2013 liggur fyrir er gagnlegt að skoða samanburð við gjöld annarra sveitarfélaga.

Í meðfylgjandi töflu eru fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis í 12 sveitarfélögum borin saman. Dæmi eru sett upp fyrir 8 fasteignir. Til að samanburður sé marktækur er notast við sama fasteignamat í öllum sveitarfélögum. Ljóst er að fasteignamat er misjafnt milli sveitarfélaga og samanburðurinn því birtur með þeim fyrirvara.

Sveitarfélögin voru valin af handahófi og eru um allt land, minni og stærri en Grundarfjörður. Hér er ekki  um tæmandi úttekt að ræða en hún gefur góða hugmynd um fasteignagjöld sveitarfélaga á landsbyggðinni.

Samanburður fasteignagjalda 2013