Skemmtiferðaskipið Ocean Monarch kom til Grundarfjarðar á áttunda tímanum í morgun. Skipið ristir mjög djúpt og getur því ekki laggst að bryggju. Farþegar skipsins eru um 400, flestir þýskir, og fara um 320 þeirra í rútuferðir í dag. Sem stendur er verið að ferja farþegana í land. Áætlað er að skipið verði hér til 13:30. Þess má geta að Ocean Monarch er eina skipið sem ekki getur laggst að bryggju af þeim 13 skipum sem heimsækja Grundarfjarðarhöfn þetta sumarið.