Ljósmynd:Tómas Freyr Kristjánsson

Í U-17 ára landslið stúlkna voru valdar Aldís Ásgeirsdóttir, Svana Björk Steinarsdóttir og Anna Kara Eiríksdóttir úr UMFG.

Þær fóru til Kettering í Englandi á dögunum og stóðu sig vel.

 

Aldís Ásgeirsdóttir uppspilari og fyrirliði UMFG kvenna í blaki var einnig valin í U-19 ára landslið stúlkna og fór hún til Ikast í Danmörku að keppa á dögunum.

 

Við óskum þessum duglegu stúlkum hjartanlega til hamingju.

Grundfirðingar geta verið stoltir af þessum efnilegu stúlkum.

 

Þess má geta að lið UMFG kvenna er í 2 sæti í 1.deild með 10 stig, eftir 5 leiki, sem er glæsilegur árangur. 
1. sæti Afturelding B 13 stig, eftir 5 leiki.
2. sætir UMFG 10 stig, eftir 5 leiki.
3. sæti HK B 9 stig, eftir 5 leiki.

Áfram UMFG

 

Næsti heimaleikur UMFG kvenna í blaki verður 4. desember. FYLLUM ÍÞRÓTTAHÚSIÐ!

 

Þjálfarar UMFG kvenna í blaki:

Guðrún Jóna Jósepsdóttir

Anna María Reynisdóttir