Skipulags- og umhverfisnefnd bæjarins og bæjarstjórn buðu til umhverfisrölts um þéttbýli Grundarfjarðar. Gengið var um bæinn fjögur kvöld í síðustu viku.

Bæjarbúum eru færðar bestu þakkir fyrir að taka vel í boð um að rölta um bæinn og fyrir þær ábendingar sem bárust. Ábendingarnar hafa nú allar verið teknar saman og verður samantektin lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð mun taka ákvörðun um forgangsröðun framkvæmda og verður gerð nánari grein fyrir því síðar.

Bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd