Krakkar í vinnuskólanum sumarið 2020

 

Vinnuskóli sumarið 2021

Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar verður starfræktur frá 7. júní til 9. júlí, alls í fimm vikur fyrir elstu fjóra árganga grunnskólans. Vinnutími er 6 tímar á dag á virkum dögum, nema á föstudögum, þá er unnið í 5 tíma.

Í ár er 7. bekk (börnum fæddum 2008) boðið að bætast í hópinn og taka þátt í starfi vinnuskólans í allt að 3 vikur, þ.e. frá mánudeginum 14. júní til föstudags 2. júlí nk.

 Vinnuskólinn er sambland af námi og starfi, fræðslu og hvatningu. Vinnuskólinn er fyrsti vinnustaður mjög margra. Við leitumst sérstaklega við að vanda fræðslu, efla frumkvæði nemenda og áhuga þeirra fyrir umhverfi sínu, að kenna rétt vinnubrögð og fagna góðu verki.

Þau sem taka þátt í allri dagskrá vinnuskólans fá greidd laun fyrir fræðsludaga. Í lokin verður síðan skemmtilegt lokahóf.

Allir nemendur Vinnuskóla Grundarfjarðarbæjar fá umsögn um frammistöðu sína að sumarstarfi loknu. Atriði sem skipta máli í matinu eru: frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum, stundvísi, tillitssemi og samvinna, hæfni til að taka fyrirmælum, vandvirkni, afköst og meðferð verkfæra.

 

Sjá nánar um Vinnuskólann 2021 - reglur og starfskjör - á vefnum, undir fræðslumál. 

 

Laun 2021 eru þannig:

 

Tímakaup

7. bekkur (fæðingarár 2008)

1.002 kr.

8. bekkur (fæðingarár 2007)

1.113 kr.

9. bekkur (fæðingarár 2006)

1.336 kr.

10. bekkur (fæðingarár 2005)

1.559 kr.


Umsóknareyðublöð má nálgast hjá skólaritara grunnskólans, á bæjarskrifstofu eða prenta út hér.

       
       


Mikilvægt er að skila inn umsókn í síðasta lagi 2. júní nk.

Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofunni í síma 430 8500 (milli 10-14 virka daga) eða hjá Vítor Vieria Thomas, umsjónarmanni vinnuskólans, í síma 848 3099.  

Vinnuskóli Grundarfjarðarbæjar