Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti þann 11. apríl 2024 óverulega breytingu á skipulagsákvæðum reits ÍB-3 í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 

Með breytingunni verður heimilt að reisa átta íbúða, tveggja hæða fjölbýli að Fellabrekku 7-13, í stað 3ja íbúða húss, parhúss eða einbýlis að Fellabrekku 7-9, en hvað varðar lóðir nr. 11-13 þá eru engin sérákvæði í aðalskipulagi fyrir þær.

Greinargerð með rökstuðningi dags. 11. apríl 2024 hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Ef óskað er nánari upplýsinga má leita til skipulagsfulltrúa Grundarfjarðarbæjar gegnum netfangið skipulag@grundarfjordur.is

Athygli er vakin á því að í afgreiðslu bæjarstjórnar felst staðfesting á bókun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi 21. mars 2024, um að þegar aðalskipulagsbreytingin hefur verið staðfest verði byggingarleyfisumsókn fyrir Fellabrekku 7-13 grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.

 Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar