-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Ekki þarf að bregðast sérstaklega við með svörum til þeirra sem veittu umsagnir eða sendu inn athugasemdir, en höfð verður hliðsjón af þeim við áframhaldandi skipulagsvinnu.
Unnið er að gerð vinnslutillögu deiliskipulagshlutans og verður hún tekin fyrir hjá nefndinni á næstunni og vinnslutillaga auglýst.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Ekki þarf að bregðast sérstaklega við með svörum til þeirra sem veittu umsagnir eða sendu inn athugasemdir, en höfð verður hliðsjón af þeim við áframhaldandi skipulagsvinnu.
Eftir umræður fundarins samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að deiliskipulagstillagan verði sett fram fyrir allt deiliskipulagssvæði Ölkeldudals, þannig að allar eldri breytingar verði sameinaðar í eina útgáfu. Með því yrði utanumhald auðveldað og skilmálar gerðir skýrari fyrir svæðið.
Nefndin fór yfir þær hugmyndir sem verið hafa uppi um breytingar á skipulagssvæðinu. Samþykkt samhljóða að fyrir utan umrædda breytingu með nýjum íbúðarlóðum í Paimpolgarði verði einungis gerð sú efnislega breyting á öðrum hlutum skipulagssvæðisins, að lóðin við Ölkelduveg 19 verði felld út, en að lóðin Ölkelduvegur 17 verði stækkuð og nái yfir hluta af núverandi lóð nr. 19.
Næstu skref er auglýsing vinnslutillögu fyrir aðalskipulagshlutann og verður sú tillaga afgreidd af nefndinni á næstunni. Síðar verður vinnslutillaga vegna deiliskipulags útbúin og auglýst.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Engin hús eða lóðir eru nærliggjandi þessu svæði og er hús fyrir spennistöð samkvæmt framangreindu ekki talið hafa grenndaráhrif sem þörf er á að taka í myndina.
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir fyrri afgreiðslu um undanþágu frá gr. 5.8.2 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um óverulega breytingu á deiliskipulagi með vísun í gr. 5.8.4. fyrir spennistöðvarhús með nýrri staðsetningu.
Nefndin veitir byggingarfulltrúa jafnframt heimild til að gefa út byggingarleyfi/byggingarheimild fyrir umræddu húsi með uppsetningu spennis og aðliggjandi lögnum, að öllum skilyrðum uppfylltum, sbr. byggingarreglugerð nr. 112/2012 m.s.br., og með fyrirvara um afgreiðslu málsins í bæjarstjórn.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulagsfulltrúi og bæjarstjóri sögðu frá samtölum við fulltrúa Skíðadeildarinnar.
Rætt var um skipulag á svæðinu, m.a. með hliðsjón af umræðu síðustu vikna um breytingar á deiliskipulagi Ölkeldudals og sunnanverðu skóla- og íþróttasvæði og áhrif á nærliggjandi svæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í hugmyndir Skíðadeildar um staðsetningu aðstöðuhúss og er skipulagsfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með fulltrúum Skíðadeildar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki mælt með útleigu svæðis eða lóða úr landi Hellnafells fyrir bústaði/smáhýsi og telur að það samrýmist ekki stefnu í aðalskipulagi. Hugmyndir eru uppi um frekari íbúðabyggð vestan við vestustu húsin við Grundargötu og hefur bæjarstjórn þegar samþykkt að farið verði í skipulagsvinnu við það, þó ekki liggi ljóst fyrir hve langt verði farið til vesturs. Að auki telur nefndin að þess sé ekki langt að bíða að huga þurfi að heildarskipulagi fyrir uppbyggingu og þróun á þessu svæði.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Umrætt svæði í Torfabót er hluti af því svæði sem yfirstandandi deiliskipulagsvinna Framness tekur til.
Skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda um áform á svæðinu, áður en lengra er haldið.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í að vinna með fyrirspyrjendum um því að finna hentugar leiðir fyrir hjólastíga í og við þéttbýli Grundarfjarðar.
Skipulagsfulltrúa er falið að vinna með fyrirspyrjendum að málinu. Skoða þarf vel hvar sé heppileg staðsetning, hvernig best sé að standa að gerð stíga, hvernig merkingum og kynningu eigi að hátta og hvert fyrirkomulag yrði við endurbætur og umsjón með stígum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta umsækjanda lóðunum við Fellabrekku 7-13, til íbúðarbyggingar, sbr. samþykkt um úthlutun lóða í Grundarfirði og skilmála um afslátt af gatnagerðargjöldum frá 14. desember 2023.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir samhljóða, með vísan í 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga, að gera eftirfarandi breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039:
Eftirfarandi skipulagsákvæði fyrir íbúðarsvæði ÍB-3 breytist úr:
„Fellabrekka 7-9: Heimild er til að byggja allt að 3ja íbúða hús á lóðunum sameiginlega, eða parhús og einbýli á lóðunum tveimur.“
í:
„Fellabrekka 7-13: Heimilt er að byggja allt að 8 íbúðum samtals, á 2 hæðum í fjölbýli eða sérbýli.
Önnur ákvæði íbúðarreitsins haldast óbreytt.
Breytingin telst óveruleg með eftirfarandi rökum:
- Ekki er um breytingu á landnotkun að ræða.
- Áformað byggingarmagn og hæð húsa er í samræmi við aðliggjandi byggðarmynstur og það sem vænta mátti á reitnum skv. gildandi aðalskipulagi, þó svo íbúðum fjölgi og húsagerð breytist.
- Aukin umferð í götunni, vegna fleiri íbúða, mun hafa lítil áhrif á núverandi hús þar sem þau eru innst í botngötunni. Auk þess eru aðstæður þannig að aðeins er byggt öðrum megin götunnar.
- Breytingin er því ekki talin líkleg til að hafa mikil áhrif á einstaka aðila eða á stórt svæði.
Þegar aðalskipulagsbreytingin hefur verið staðfest verði byggingarleyfisumsókn fyrir Fellabrekku 7-13 grenndarkynnt á grundvelli 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsfulltrúa er falið að ganga frá tillögu að óverulegri breytingu aðalskipulags skv. framangreindu til auglýsingar og meðferðar skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir að fara skuli fram grenndarkynning byggingaráforma og felur skipulagsfulltrúa að láta kynningu fara fram í samræmi við afgreiðslu 255. fundar.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að viðbygging við íbúðarhús sem fyrir er á staðnum hafi ekki grenndaráhrif á aðra/aðliggjandi eignir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarheimild að uppfylltum skilyrðum gr. 2.3.8 í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
Með vísan í framlögð gögn og minnisblað Alta dags. 21.03.2024 samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd að láta fara fram grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga, þegar borist hefur endanleg ljósmynd sem sýnir ásýnd þegar ekið er í austurátt á Snæfellsnesvegi.
Gögnin verði send til eigenda aðliggjandi landeigna og gefinn 4 vikna frestur til athugasemda. Ef aðilar hafa lýst skriflega yfir, með áritun sinni á kynningargögn áður en 4 vikur eru liðnar, að þeir geri ekki athugasemdir við framkvæmdina þá styttist kynningartíminn að sama skapi.
Á kynningartíma verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar vegna tengingar við þjóðveg og Landsnets vegna legu rafstrengja.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta grenndarkynningu fara fram.
Berist engar athugasemdir úr grenndarkynningu og hafi umsagnaraðilar (Vegagerðin og Landsnet) ekki athugasemdir við byggingaráformin, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 með síðari breytingum. Ella kemur málið aftur til afgreiðslu nefndarinnar.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257
-
Skipulags- og umhverfisnefnd - 257