Mannlíf í Grundarfjarðarbæ

Í Grundarfirði starfar öflugt félag aldraðra, skotveiðifélag, björgunarsveit og fjöldi annarra afþreyingar og líknarfélaga. Þrjú til fimm veitingahús hvert með sínum brag hafa vakið athygli fyrir afbragðs mat, þjónustu og ýmsar uppákomur sem krydda mannlífið í Grundarfirði. Síðast en ekki síst gerir hæfileg fjarlægð höfuðborgarinnar íbúunum kleift að njóta borgarmenningarinnar án þess að vera búsettir í skarkala borgarlífsins.