Skíðasvæðið er staðsett í brekkunum ofan við Grunnskólann í Grundarfirði. Áhugafólk í Ungmennafélagi Grundarfjarðar setti upp 600 m toglyftu, byggði skíðakofa og keypti snjótroðara á níunda áratugnum. Nú er yngri kynslóðin búin að endurnýja og gera við tækin og gera upp skíðaskálann með dyggri aðstoð og fjárhagsstuðningi íbúa í Grundarfirði og byggðum Snæfellsness.

Skíðabrekkurnar eru enn þær sömu og fljótlegt að komast uppeftir frá bænum og ennþá fljótlegra að renna sér heim að loknum góðum degi í brekkunum. 

Skíðasvæði Snæfellsness