Bæjarstjóri

Bæjarstjóri er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins. Hann situr fundi bæjarstjórnar og bæjarráðs og hefur þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema hann sé kjörinn fulltrúi. Hann hefur einnig rétt til setu á fundum nefnda og ráða bæjarfélagsins með sömu réttindum. Í forföllum er skrifstofustjóri staðgengill bæjarstjóra.

Skrifstofa bæjarstjóra er í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar að Borgarbraut 16. Viðtalstímar eru samkvæmt samkomulagi en bæjarskrifstofan er opin virka daga kl. 10-14. Sími 430 8500.

Bæjarstjóri frá 1. ágúst 2018 er Björg Ágústsdóttir

Netfang: bjorg@grundarfjordur.is