Grundarfjörður - heimabær hins stórkostlega Kirkjufells

Kirkjufell, bæjarfjall Grundarfjarðar, er eitt af þekktustu fjöllum Íslands ef ekki heimsins. Ekki er óalgengt að erlendir ljósmyndarar heimsæki Ísland í þeim tilgangi einum að mynda þetta einstaka fjall. Kirkjufell hefur meira að segja farið með hlutverk í stórum Hollywood-myndum.

Grundarfjörður er vel staðsettur miðsvæðis á norðanverðu Snæfellsnesi. Í Grundarfirði er í boði fjölbreytt gisting, veitingastaðir, listir og menning í rólegu og þægilegu umhverfi. Margskonar möguleikar eru til afþreyingar og útivistar, s.s. hestaferðir, fuglaskoðun, golf, kajakferðir, veiði og fleira. Í Grundarfirði er einnig góð aðstaða á skotsvæði og mótorkrossbraut í Kolgrafafirði, fjöldi gönguleiða er í bænum og nágrenni hans, safn/sögumiðstöð og margt fleira.

  • Gisting Grundarfjörður

  • Matur og drykkur Grundarfjörður

  • Afþreying, íþróttir og útivist

  • Grundarfjörður Götukort

  • Áhugavert að skoða

  • Tjaldsvæði Grundarfjarðar