Gönguleiðakort Eyrarsveitar / GrundarfjarðarbæjarGönguleiðakort - 2,4 MB

Gönguleiðir eru upp í fjöllin og með sjónum. Félagar í Ferðafélagi Snæfellsness hafa stikað tvær leiðir yfir í Staðarsveit, Arnardalsskarð og Egilsskarð. Veraldarvinir sem voru á ferð upp úr aldamótum stikuðu leiðirnar upp með Grundarfossi, upp á Hellnafellin og kringum Nónkúlu niður að Kvernárfossum.

Reiðleiðin meðfram þéttbýlinu út að Kirkjufellsfossi er notuð bæði af hestamönnum og gangandi fólki. Aðrar stikaðar leiðir eru á Klakk, upp á Grundarmön, yfir Hraunháls til Hraunsfjarðar og upp á Gjafa í Kolgrafafirði.

Á göngukortinu eru merktar gönguleiðir upp á Stöðina og með Grundarkampi en þær eru ekki stikaðar og ekki er rétt að ganga um Grundarkampinn austanverðan á varptíma æðarkollunnar.

Gamli vegurinn um Kolgrafafjörð og malarslóðinn kringum Eyrarfjall eru tilvaldir fyrir hjólreiðar og göngur á flatlendi.  

Gönguleiðir á Snæfellsnesi  Kort Ferðafélags Snæfellsness-Touring club. 

  • Netfang:  touristinfo@grundarfjordur.is  

 Brimlárhöfði (myndir - Tómas Freyr Kristjánsson)

     

Klakkur (myndir - Oliver Degener)

     

 Götukort af Grundarfirði

 Kortasjá fyrir Grundarfjarðarbæ