Örnefnavefur

Grundfirðingurinn Guðjón Elísson hefur búið til kort yfir örnefni í Eyrarsveit sem áhugavert er að skoða. Liggur niðri.

Örnefnavefur Map.is        Örnefnavefurinn

  •  Neðar á síðunni má finna örnefnaskrár jarða í Eyrarsveit frá miðri 20. öldinni.

 Í ávarpi Gísla Karels hér á eftir er minnst á örnefnamyndir. Þær fást útprentaðar á Bókasafni Grundarfjarðar.

Söfnun örnefna í Eyrarsveit eftir 2000.

Eyrbyggjar, Hollvinasamtök Grundarfjarðar voru stofnuð þann 23. júlí 1999 á bæjarhátíðinni ,,Á góðri stund í Grundarfirði“

Í samþykktum félagsins segir að tilgangur samtakanna sé að vinna að eflingu byggðar, atvinnulífs og menningar í Grundarfirði og standa vörð um sögu svæðisins.

Til að vinna að þessum markmiðum setti stjórn félagsins sér að gera það með eftirfarandi verkefnum:

1.       Að safna saman sögulegum fróðleik og gefa út í bókaflokki sem nefndur er ,,Fólkið. Fjöllin. Fjörðurinn. Sumarið 2008 kom út 8. hefti ritraðarinnar, svo nærri lætur að komið hafi út eitt hefti á ári.

2.       Koma á framfæri örnefnaskrám Örnefnastofnunar. Fá staðkunnuga til að skrá örnefni og bæta við, eða gera athugasemdir við örnefnaskrárnar. Færa örnefni inn á loftmyndir og ljósmyndir til birtingar. 

Vegna þessa stóðu Eyrbyggjar fyrir því að láta vélrita upp allar örnefnaskrár jarða í Eyrarsveit. Þær hafa verið settar inn á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar, þannig að örnefnin verði aðgengileg öllum, í samræmi við markmið félagsins.  Grundarfjarðarbær og Örnefnastofnun styrktu þetta verkefni og er það mjög þakkarvert. Nokkrir nemendur í Grunnskóla Grundarfjarðar unnu verkefnið með dyggri aðstoð kennara. Einnig hafa Eyrbyggjar staðið fyrir útgáfu á veggmyndum sem sýna umhverfi Grundarfjarðar, þar sem örnefni hafa verið færð inn. Staðkunnugir heimamenn hafa skrifað örnefnin inn á myndir og aðrir yfirfarið til að reyna að komast hjá villum við staðsetningu örnefnanna.   Eftirtaldar örnefnamyndir hafa verið gefnar út.

1.       2001. Örnefni í Kirkjufelli. Þrjár myndir til að sýna allan hringinn.

2.       2002. Fjallahringurinn umhverfis Grundarfjörð.

3.       2003. Fjallahringurinn umhverfis Kolgrafafjörð.

4.       2004. Fjallgarður Útsveitar umhverfis Lárvaðal.

Svavar Sigmundsson fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar skrifar um örnefnasöfnun fyrr og nú í „Fólkið. Fjöllin. Fjörðurinn. 2001“ Þar segir m.a: „Örnefnalýsingar úr Eyrarsveit sem varðveittar eru í Örnefnastofnun eru að stofni til eftir Þorleif J. Jóhannesson í Stykkishólmi. Handrit hans er á 74 blöðum í A4 broti og er líklega skrifað 1933-1934 eða -35, skv tveim bréfum sem varðveitt eru.“ Síðar hefur Örnefnastofnun fengið viðbótarupplýsingar í bréfum frá staðkunnugu fólki í Eyrarsveit. 

Eyrbyggjar höfðu áhuga á að koma þessum örnefnum inn á kort, sem síðar væri prentað og gefið út.

Samvinna var við Örnefnastofnun og fyrirtækið Loftmyndir sem lögðu til nýlegar flugmyndir af öllu landi Grundarfjarðarbæjar, eða gömlu Eyrarsveit. Staðkunnugir Eyrbyggjar lögðu talsverða vinnu í að færa örnefnin inn á þessar   loftmyndir og fyrirtækið Loftmyndir færði þessi gögn inn í sinn gagnabanka eftir hnitum og prentaði út ný eintök af loftmyndunum.  Þessi gögn eru nánast tilbúin til útgáfu, ef fjárhagslegur grundvöllur væri fyrir slíku. 

Reykjavík 3. september 2008.

Gísli Karel Halldórsson 

Svavar Sigmundsson. Um söfnun örnefna í Eyrarsveit: Örnefnin í Eyrarsveit  

 

Örnefnaskrár jarða í Eyrarsveit: 

Akurtraðir

Akurtraðir aths.

Bár

Bár Þ.J.

Berserkseyri

Berserkseyri Þ.J leiðr.

Berserkseyri viðbætur

Búðir

Búðir aths.

Eiði Þ.J.

Eiði aths.

Eyrarbotn og Hrafnkelsstaðir

Eyrarbotn og Hrafnkelsstaðir aths.

Forna-Grund

Grund

Gröf S.L.

Gröf Þ.J.

Gröf viðbætur

Hallbjarnareyri

Hallbjarnareyri viðbætur

Hallbjarnareyri aths. og viðbætur

Hamrar

Hamrar aths.

Háls

Hellnafell

Hellnafell aths.

Hjarðarból K.Þ.K.

Hjarðarból Þ.J.

Hjarðarból viðbætur

Höfði

Kirkjufell

Kirkjufell Þ.J.

Kolgrafir

Krossnes

Krossnes Þ.J.

Krossnes aths. og viðbætur

Krossnes svör

Kverná

Lá, aths.

Lá, vísa

Lá, yfirlit

Lá, örnefni

Látravík

Látravík aths.

Mýrar

Mýrar aths.

Setberg

Setberg aths.

Setberg aths. og viðbætur

Skallabúðir

Skerðingsstaðir

Skerðingsstaðir aths. og viðbætur

Spjör H.F.

Spjör Þ.J.

Vatnabúðir

Vindás Þ.J.